Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 59
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og dulúð en þó er ljóst að þær eru alls ekki alltaf gamlar. Fjárborgir í
Húsagarði í Rangárvallasýslu voru t.d. hlaðnar árið 19114 og Hólmsborg
í Heiðmörk ekki fyrr en 1918 en aðeins notuð um skamma hríð.5
Þótt fjárborgir séu oft hringlaga er það ekki algilt og bæði fornleifa-
skráning og heimildakönnun sýna að f leiri gerðir mannvirkja hafa verið
kallaðar fjárborgir. Yfirleitt er hugtakið „borg“ þó notað um borghlaðin
mannvirki, þ.e. hlaðin þannig að hleðslan dregst smám saman að sér,
mjókkar upp á við, jafnvel svo hátt að hleðslur mætist í toppinn. Þau þurfa
ekki endilega að vera hringlaga í grunninn þótt það sé algengt. Í slík hús
á ekki að þurfa neitt timburverk ef vel er að verki staðið. Þetta skýrir
sennilega af hverju fjárborgir undir þaki, eins og t.d. í Húsagarði, eru oft
litlar, enda er væntanlega erfiðara að ná grjótinu saman í toppinn eftir
því sem mannvirkið er stærra að grunnf leti. Opin hringlaga fjárskýli eru
líka kölluð borgir eða fjárbyrgi, jafnvel þótt hleðslan halli ekki inn á við.
Hugtakið fjárbyrgi er reyndar notað frjálslega í heimildum, um allskonar
skýli fyrir fé, bæði þau sem eru náttúruleg, eins og t.d. hella, smáskúta
og líka mannvirki eins og beitarhús og jafnvel stekki. Heimildir geta um
ýmiss konar mannvirki önnur en fjárskýli sem hafa verið borghlaðin. Þar
má nefna hlöður, fjós og sæluhús, þeirra frægast er líklega Hellukofinn
á Hellisheiði. Fiskbyrgi eru oft borghlaðin en þau eru yfirleitt lítil,
sjaldan meira en 2-3 m í þvermál og stundum af löng. Þá eru til dæmi
um mannvirki sem eru kölluð Borgir og hafa sjálfsagt verið borghlaðin
en gegndu annarskonar hlutverki en að skýla fé, t.d. Borgir við Apavatn í
Grímsnesi sem eru sagðar veiðihús Skálholtsbiskupa.6 Því er ekki sjálfgefið
1. mynd. Fjárborg í Húsagarði á Rangárvöllum. Ljósmynd: Adolf Friðriksson.