Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 153
152 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sögu kakala.45 Í landi þar sem lítið var um skóg til að leynast í hefur sennilega verið öruggast að koma sér og sínum í kirkju þegar herf lokkur reið í hlað. Í Íslendingasögum virðast jarðhús fyrst og fremst hafa gegnt slíku hlutverki, þ.e. að tryggja öryggi fólks, annaðhvort sem fylgsni eða undankomuleið þegar hættu bar að höndum. Hvað má álykta af Íslendingasögum um gerð og aldur jarðhúsa? Eins og áður hefur verið drepið á er túlkun heimildanna vandasöm. Það vekur nokkra athygli að f lest dæmin um jarðhús eru einmitt úr elstu sögunum, þ.e. þeim sögum sem taldar eru skrifaðar fyrir lok þjóðveldisins 1262/4. Þær sögur sem taldar eru skrifaðar á árabilinu 1200-1240 eru: Droplaugarsona saga, Grænlendingaþáttur og Hallfreðar saga vandræðaskálds. Þrjár aðrar sögur sem nefna jarðhús eru einnig nokkuð fornar, eða frá því fyrir og um miðja 13. öld. Það eru Reykdæla saga, Gísla saga Súrssonar og Laxdæla saga. Hávarðar saga Ísfirðings er byggð á eldri glataðri Hávarðar sögu, sem að líkindum var skrifuð á fyrri hluta 13. aldar. Aðrar sögur sem nefna jarðhús eru mjög ungar. Víglundar saga, Flóamanna saga, Fljótsdæla saga og Gunnars saga Keldugnúpsfíf ls eru allar skrifaðar á 14.-15. öld. Í Gísla sögu eru þrjú jarðhús nefnd, bæði hús sem eru göng og hús sem hugsanlega voru eingöngu notuð sem fylgsni. Sama er uppi á teningnum í Droplaugarsona sögu og Reykdæla sögu. Þörfin fyrir undankomuleiðir og fylgsni hefur e.t.v. verið meiri á Sturlungaöld en á 14. eða 15. öld, eftir að konungsvaldi var komið á. Það er því ekki víst að höfundar hinna ungu Íslendingasagna hafi þekkt slík mannvirki úr samtíma sínum. Meiri ástæða var til að höfundar á 13. öld hefðu kynni af slíkum mannvirkjum, meðan ófriður Sturlungaaldar stóð sem hæst. Það er einnig hugsanlegt að höfundarnir kryddi frásögnina með f lóttagöngum og fylgsnum, þó svo að þeir hefðu ekki haft kynni af slíku í samtíma sínum. Þá taka höfundar slíkar frásagnir hver upp eftir öðrum og með tímanum verða þær að bókmenntalegu minni. Ef það væri tilfellið ættu f lest dæmin hins vegar varla að koma úr elstu sögunum. Hvað eru þá jarðhús? Sennilegast er að það séu mannvirki sem eru alfarið neðanjarðar og verða ekki greind með góðu móti á yfirborði. Í Íslendingasögum eru jarðhús ætíð nefnd sem jarðgöng eða sem fylgsni manna. Höfundarnir segja frá dramatískum viðburðum, átökum upp á líf og dauða. Áhugi þeirra beinist ekki að jarðhúsum sem hugsanlega hafa verið notuð sem t.d. matarbúr eða geymslur af einhverju tagi og er því hætt við að slík jarðhús týnist í heimildum. Jarðhúsið í Grænlendinga þætti er notað sem felustaður matvæla46 en slík fylgsni duga auðvitað undir hvað eina sem ætlunin er að koma undan; menn, mat eða muni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.