Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 173
172 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dæmi um eiginleg f lóttagöng eru helst frá vestur- og suðvesturhluta
Írlands. Í Cahercommaun, Co. Clare lágu göngin úr víggirtum bæ út
í gljúfur þar sem mátti felast. Hefðbundnara hefur verið að þau lægju
út úr bakka, eins og í Rahennamadra, Co. Limerick og Coolcran, Co.
Fermanagh, en báðir þessir souterrains liggja frá hringvirkjum. Sá í Coolran
er óvenjulegur að því leyti að löng og þröng jarðgrafin göngin voru styrkt
með timburgrind.102
Margir souterrains á Írlandi eru í tengslum við virki og kirkjur og telur
Mark Clinton að þeir gætu hugsanlega hafa orðið fyrst til í tengslum
við forna kirkjustaði og síðar farið að þjóna þörfum höfðingja sem hluti
af virkjagerð. Síðar, sérstaklega eftir ca. 1000 e.Kr., ber meira á þeim
sem sjálfstæðum mannvirkjum eða í tengslum við bæi eða íbúðarhús.103
Á Íslandi voru forskálar gjarnan í tengslum við virki og kirkjur en tíma-
þróunin virðist öfug við það sem gerðist á Írlandi ef kenning Clintons
er rétt. Hér voru jarðhúsin gjarnan tengd íbúðarhúsum og virðast helst
eldri en forskálar 13. aldar. Umræðan um hlutverk hinna írsku souterrains
hefur aðallega snúist um tvær megintilgátur – að þeir hafi þjónað sem
f lóttaleiðir og fylgsni eða þá sem geymslur. Sumir hafa bent á að þessi
neðanjarðarbyrgi geti vart talist heppileg sem fylgsni manna, sérstaklega
ef aðeins ein útgönguleið er úr mannvirkinu. Á móti hefur verið bent á
að þetta séu felustaðir þar sem inngangurinn var vandlega hulinn og hefur
verið nær ómögulegt fyrir menn að finna það fólk sem þar leitaði skjóls.
Clinton hallast að hvoru tveggja, að byggingarnar hafi bæði þjónað sem
geymslur og fylgsni. Á Íslandi hafa hellarnir fyrst og fremst þjónað sem
geymslur eða gripahús en jarðhúsin eins og þeim er lýst í Íslendingasögum
hafa verið notuð sem f lóttaleiðir og felustaðir. Líkt og með hin íslensku
jarðhús eru ýmis dæmi frá Írlandi þar sem souterrains voru grafnir frá
árbakka og má vera að það hafi þá verið gert til að leyna verksummerkjum
með því að láta ána taka við moldinni.104
Niðurstöður
Jarðgöng hafa fundist á Íslandi á ýmsum búsetustöðum frá miðöldum. Á
þremur þessara staða hafa farið fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir
og sýna þær tvær megingerðir ganga. Göngin á Keldum eru grafin beint
í gegnum jarðveg og eru ekki hlaðin upp, en þau í Skálholti og Reykholti
eru grjóthlaðin, uppbyggð með timburgrind og standa að nokkru leyti
ofanjarðar. Ef farið er í gegnum miðaldaheimildir má sjá að fornmenn