Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Side 213
212 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þjóðminjavörð og aðra starfsmenn Þjóðminjasafns Íslands á þeim tíma
leiddu til þess að hún hóf markvissar og kerfisbundnar rannsóknir á
íslenskum tréskurði. Í upphafi gerði hún ítarlega úttekt á öllum útskornum
munum í söfnum. Hvorki þá né síðar hafa aðrir komist með tærnar þar sem
Ellen Marie var með hælana í þekkingu á þessum þætti menningararfsins.
Eftir að Íslandsdvöl þeirra hjóna lauk tók hún fyrir að skrá og rannsaka
alla útskorna íslenska gripi utan Íslands en þeir eru dreifðir víða um
heim bæði í söfnum og einkaeign. Það var fyrsta skref á langri leið að
safna saman upplýsingum um gripina, sem síðar urðu henni efniviður í
doktorsritgerðina Planteornamentikken i islandsk treskurd. En stilhistorisk studie
[Plant ornamentation in Icelandic wood-carving. A study in its stylistic history], I
[Text], II [Plates], Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum V-VI, sem hún
varði árið 1969 en verkið kom út á prenti þegar árið 1967.
Hún lét ekkert tækifæri ónotað til þess að tala um íslenska tréskurðinn og
íslensku, útskornu drykkjarhornin. Hún gerði meira en tala um hlutina því
f lestum sínum rannsóknum kom Ellen Marie á prent og er síðasta stórvirki
hennar bókin Islandsk Hornskurd - Drikkehorn fra før „brennevinstiden“, sem
kom út í Kaupmannahöfn árið 2000.
Ellen Marie var alla tíð drif in áfram af brennandi áhuga og ást á
viðfangsefninu. Kom hún oft til Íslands og dvaldi hjá vinum, sem eru
margir, eyddi dögunum á söfnum, skoðaði og endurmat fyrri niðurstöður
sínar í stílsögu íslensku gripanna.
Ellen Marie var fríð sýnum, tíguleg og lítillát. Hafði öll aðalsmerki
vandaðs fræðimanns. Undirrituð kynntist henni fyrir margt löngu og
naut leiðsagnar og góðvildar alla tíð. Innri hlýju sýndi hún með því að
fylgjast með persónulegum högum vina sinna. Þá gafst færi á að kynnast
manneskjunni Ellen Marie sem var sívakandi yf ir velferð allra sem
hún þekkti. Jólakortin bárust rétt fyrir hátíðar og á síðustu árum komu
hátíðakveðjur í tölvuskeytum. Hún tileinkaði sér nýja tækni f ljótt sem
kom sér vel þegar krafta þraut og hún átti erfitt um gang.
Síðast kom Ellen Marie til Íslands í boði Þjóðminjasafnsins sumarið
2001 í þeim erindagjörðum að skoða sýninguna Skáldað í tré – íslensk
skurðlist úr Þjóðminjasafni sem sett var upp í Ljósavatnsstöð. Hún naut
daganna og notaði tækifærið til að skoða gripi, hitta kunningja og drekka
malt, uppáhaldsdrykkinn sinn. Hún fylgdist af áhuga úr fjarlægð með
endurnýjun grunnsýningar Þjóðminjasafns Íslands. Ekki leið langur tími
frá því að kunngert var um samninginn milli Þjóðminjasafns Íslands og
Nordiska museet í Stokkhólmi árið 2007 um varanlega langtímavarðveislu
íslenskra gripa á Íslandi uns kveðja barst frá Ellen Marie sem gladdist