Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 12
GRIPLA10
hendi.10 Enginn efi er því á því að þarna eru leifar af hinu mikla handaverki
Jóns þess Þorlákssonar sem lifði enn í sögnum manna um að hans þrír
skriffingur hefðu aldrei stirðnað á honum dauðum vegna frábærrar
bókagerðar hans.11
Þess eru dæmi að sagt sé til skrifara á þann hátt að vafi hefur leikið á því
samt sem áður hver hann væri.
Á spássíu við Grettis sögu í AM 152 fol., sem er ein stærsta varðveitt
sögubók (201 blað), stendur (líklega með hendi þess sem hefur skrifað
fyrsta fjórðung bókarinnar): ‘Þessa saugu hefur skrifath brodir Biarnar
Þorlleifssonar’ (f. 46v). Þarna þótti mönnum sjálfsagt að væri átt við Björn
ríka Þorleifsson (d. 1467) og menn reyndu jafnvel að leiða getum að því
hvor bræðra hans hefði skrifað bókina, en síðar kom í ljós að skrifarinn
var tveimur kynslóðum yngri, því að Grettis sögu höndina er að finna á
nokkrum bréfum sem varða Þorstein bónda Þorleifsson í Svignaskarði,
m.a. þremur bréfum um Svignaskarð 1511 og 1512 (DI VIII nr. 299, 327
og (325 og) 334). Þorsteinn bóndi var hálfbróðir Björns Þorleifssonar
á Reykhólum, en þeir vóru sonarsynir Björns ríka. Það er því án efa
Þorsteinn sem hefur skrifað fyrsta partinn af 152, og reyndar hefur líka
fundist Jónsbókarbrot með hans hendi.12
*
Fyrir réttum hundrað árum var Guðmundur Þorláksson (Glosi), sem þá
var norrænustúdent og stipendarius arnamagnæanus í Kaupmannahöfn, að
aðstoða þýska fræðimanninn Hugo Gering við útgáfu Finnboga sögu hins
ramma. M.a. skrifaði Guðmundur söguna upp úr handritinu AM 510 4to,
sem á eru margar sögur, og sagði í bréfi til Gerings að þetta handrit væri
a.m.k. að hluta með sömu hendi og AM 431 12mo, en ritari þeirrar bókar
kallaði sig Jón Arason. Í 431 eru Margrétar saga og íslenskar og latneskar
bænir, og af því síðastnefnda dró Guðmundur þá ályktun að skrifarinn
hefði verið prestur. Engan Jón Arason fann Guðmundur í prestastétt á
þeim tíma sem til greina kom að þessi handrit væru skrifuð á — nema Jón
10 Sjá The sequences of the archbishopric of Niðarós. I. Text, útg. Erik Eggen, Bibliotheca Arna-
magnæana 21 (Copenhagen: Munksgaard, 1968), xlii–lv.
11 Sjá Ólafur Halldórsson, „Jónar tveir Þorlákssynir,“ 130 (255–256).
12 Sjá Stefán Karlsson, „Íslensk bókagerð á miðöldum,“ 288 (233–34) og rit sem þar er vitnað
til.