Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 42
GRIPLA40
inhandarundirskriftir, við önnur er tekið fram ‘lætur skrifa’, og loks eru
mörg fleiri nöfn með skrifarahendi án þess að tekið sé fram að nafnber-
endur hafi látið skrifa.
Á hinu hyllingarskjalinu úr Ísafjarðarsýslu stendur ‘með eigin hendi’ eða
‘handsalaði’ við öll nöfnin.
Úr Súgandafirði eru 13 nöfn, 8 láta skrifa, en 5 skrifa sjálfir eða 38 %.
Úr Buðlungavík eru 7 nöfn, 2 láta skrifa, en 5 skrifa sjálfir eða 71 %.
Úr Skutulsfirði eru 6 nöfn, 1 lætur skrifa, en 5 skrifa sjálfir eða 83 %.
Úr Álftafirði eru 8 nöfn, 3 láta skrifa, en 5 skrifa sjálfir eða 63 %.
Óvíst hvaðan (ofan striks í fremsta dálki á bakhlið fyrra skjalsins) eru 16
nöfn, 4 láta skrifa, 7 nöfn eru með skrifarahendi, en 5 skrifa sjálfir eða 31 %.
Óvíst hvaðan (neðan striks í fremsta dálki á bakhlið fyrra skjalsins) eru
7 nöfn, öll með skrifarahendi.
Af Langadalsströnd eru 23 nöfn, 4 láta skrifa, 18 nöfn eru með skrif-
arahendi, en 1 skrifar sjálfur eða 4 %.
Úr Jökulfjörðum eru 7 nöfn, öll með skrifarahendi.
Úr Dalsþingsókn eru 2 nöfn, bæði með eigin hendi.
Úr Ögursþingsókn eru 6 nöfn, öll með skrifarahendi.
Óvíst hvaðan (á síðara skjalinu) eru 13 nöfn, 8 hand sala, en 5 skrifa
sjálfir eða 38 %.
Samtals eru á þessum skjölum 108 nöfn, 30 hafa látið skrifa, 45 nöfn
eru með skrifarahöndum, en 33 hafa skrifað sjálfir eða 31 %.
Ekki er öruggt að þessar nafnaskrár séu úr öllum hreppum sýslunnar,
og hvað sem því líður eru úr flestum þeim sveitum sem nefndar eru miklu
færri nöfn samtals en sem svarar fjölda bændaheimila. Óvíst er því hvort
þingsókn hefur verið slök eða ekki alltaf hirt um að skrifa nöfn allra við-
staddra bænda. Auk þess er óljóst hvernig liggur í nöfnum með skrif-
arahöndum, þar sem ekki er tekið fram að látið sé skrifa; hæpið virðist
t.a.m. að enginn hafi verið skrifandi í Jökulfjörðum eða Ögur sþingsókn.
Við manntalið 1703 vóru 529 bændaheimili í Ísa fjarð ar sýslu. 33 eru 6 %
af þeirri tölu.
Strandasýsla
(No: 10; útg. bls. 37–43)
Í Strandasýslu eru taldir upp bæir og eitt eða tvö nöfn við hvern þeirra í 5
af 6 hreppum sýslunnar. Nöfnin hafa verið skrifuð upphaflega í þing bókina,
og því eru þessi skjöl aðeins varðveitt í staðfestri uppskrift, gerðri á