Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 221
219
Fyrsta erindi sálmsins í þýðingu Stefáns er prentað í Kvæðum II Stefáns
Ólafssonar, 1886, í eftirmála Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar (344).
Annars er kvæðið að finna í handriti Lbs. 1177 4to (með hendi Hálfdánar
Einarssonar skólameistara), öll erindin átján.
Hinn sálmurinn er Sérhver hefir sinn skapnað sem hefst svo í þýðingu
Stefáns: Sorg og gleði ásamt eina leið renna. Þar er fyrsta erindi prentað, eins
og í fyrrnefndum Reisusálmi, í Kvæðum II Stefáns Ólafssonar (351). Þetta
kvæði er XIV. söngur úr Siunge-Koor Anden Part. Sálmur Kingos hefst svo:
Sorrig og glæde de vandre tilhobe. Þýðingu Stefáns, öll átta erindi sálmsins, er
að finna í handriti Lbs. 1177 4to, eins og Reisusálminn.
ÁRNI ÞORVARÐSSON (UM 1650–1702), PRESTUR Á ÞINGVÖLLUM OG
PRÓFASTUR Í ÁRNESÞINGI, þýddi Aandelig Siunge-Koor Anden Part eftir
Kingo en sálmarnir komu fyrst út í Danmörku árið 1681 eins og fyrr getur.
Þýðing Árna, Andlega saungkors Annar Partur, var prentuð í Skálholti árið
1693, aðeins tólf árum eftir útkomu sálmanna í Danmörku.
Þýðinguna er einnig að finna í eftirfarandi handritum: ÍBR 80 8vo,
Lbs. 2057 8vo og í JS 342 4to með eigin hendi þýðanda. Þýðingu Árna á
Sorgin og gleðin þær samfara verða er einnig að finna með nótum í ÍB 669
8vo, JS 438 8vo og í Ny kgl. Sml. 139a 4to.
Þessir tveir, Stefán og Árni, eru einir um að þýða heil verk eftir Kingo
og frumkvöðlar við þýðingar hans. En mun fleiri skáld hafa þýtt einstaka
sálma eftir Kingo, allt frá samtímamönnum frumkvöðlanna og Kingos
sjálfs til samtímamanna okkar nú. Þar hefur Helgi Hálfdanarson verið stór-
virkastur. Hann kom fyrst með sínar sálmaþýðingar á Kingo í Sálmabók
1886 og á fimm þýðingar af sjö til átta Kingo-þýðingum í Sálmabókum
1972 og 1997 eða þeim sem nú eru notaðar í þjóðkirkjunni.
Skal nafngreindra þýðenda, utan Stefáns og Árna, nú getið í aldursröð.
VIGFÚS JÓNSSON Á LEIRULÆK (LEIRULÆKJAR-FÚSI, 1648–1728) þýddi
sálminn Keed af Verden og kier ad Himmelen, Far nú vel, heimur ófagnaðarsæll
úr Siunge-Koor Anden Part. Þýðing Vigfúsar hefur ekki verið prentuð á
Íslandi. Hún er prentuð í Wormiana í Danmörku árið 1994 (Worm 1994,
155–57). Þýðinguna er að finna í tveimur handritum: Lbs. 399 4to þar sem
sálmurinn er ranglega eignaður Jacobi Worm og Lbs. 271 4to (Jón Marinó
Samsonarson. Óútgefin grein um Leirulækjar-Fúsa: 15).
PASSÍUSÁLMAR KINGOS