Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 240
GRIPLA238
að þýða Eddu“ nefndur níu sinnum í bréfum þeim sem fara á milli Worms
annars vegar og Naudé, La Peyrère og La Thuillerie hins vegar á árunum
1645 til 1647.
Þann 5. júní 1646 segir Worm í bréfi til La Peyrère í París að þýðing
á Eddu gangi hægt enda sé Íslendingurinn önnum kafinn við nám sitt og
verði að vinna að þýðingunni í frístundum sínum en hafi nú lokið helmingi
verksins.17 Bréf Worms til La Thuillerie í Haag, dagsett sama dag, 5. júní
1646 (nr. 1423), er nær samhljóða bréfi Worms til La Peyrère.
Í fjórða sinn ræðir Worm um þýðingu Stefáns á Eddu í bréfi til La
Peyrère í París 23. október 1646. Þar segir að nú hafi Íslendingurinn lokið
við að afrita Eddu. Worm spyr hvort senda eigi „bókina“ til La Thuillerie í
París eða afhenda hana sendiherra Frakka í Höfn, hr. Hennequin.18
Þann 3. desember 1646 skrifar Worm La Thuillerie í París. Þar segir:
„Þar sem Íslendingurinn okkar hefur nú lokið við bókina sem við fólum
honum að afrita og þýða vil ég ekki verða til þess að hún liggi lengur hjá
okkur. Í samráði við hr. Hennequin sendiherra höfum við ákveðið að senda
hana sem fyrst til yðar hágöfgi.“ Worm getur þess að Edda sé grundvallarrit
til skilnings á hinum forna kveðskap. Síðan bætir hann við að hann hafi
greitt hinum íslenska „aðstoðarmanni“ 10 „Imperiales“ sem hr. Hennequin
hafi afhent honum.19
Sama dag, 3. desember 1646, skrifar Worm La Peyrère í París. Hann
spyr um hinn mikla „verndara“ La Thuillerie og jafnframt hvort Naudé sé
kominn aftur til Frakklands. Í þessu bréfi ber Eddu á góma í sjötta skipti.
Worm segir: „Eg sendi nú La Thuillerie Eddu sem Íslendingurinn hefur
skrifað upp; megi hún vera ykkur að skapi. Ef þið þurfið á aðstoð hans
að halda lofar hann að fara til Frakklands en því aðeins að honum bjóðist
sæmileg kjör.“20
17 „Adhuc in Edda vertenda laborat Islandus noster, sed lentus admodum est, & aliis studiis
distractus, ut vix dimidam absolverit partem ...“ Epistolæ II, 938.
18 „Islandus noster pensum suum in Edda describenda jam absolvit; expiscare, rogo, an
Illustrissimus Dn. Legatus velit hunc librum traditum Dn. Henneqvino apud nos Residenti,
an vero alia commoditate sibi transmissum.“ Epistolæ II, 941; Breve III, nr. 1463, 220.
19 Epistolæ II, 960–961; Breve III, nr. 1467.
20 „Mitto jam Domino Thuillerie Eddam ab Islando nostro descriptam, utinam ad nutum
vestrum; si ejus indigeatis opera, in Gallias se iturum spondet, modo honestis id fieri possit
conditionibus. Juvenis apud nos ejus nationis non extat ullus eo modestior & Antiquitatum
Septentrionalium peritior.“ Epistolæ II, 943; Breve III, nr. 1468, 223.