Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 199
197
Handritið er 344 blöð og seðlar með ýmsum höndum en mest með
hendi Magnúsar, eins og kom fram hér að framan. Handritið er blaðmerkt
1–354 en tölusetning er ekki nákvæm, hlaupið er yfir blöð og auk þess hafa
um 15 blöð týnst úr handritinu.13 Ritgerðirnar eru á bl. 30v–34r hin fyrri
og 34r–38v hin síðari (ritgerð Magnúsar Ólafssonar í Laufási).
Titilsíða er fyrir bókinni og hljóðar svo:
Ein Afbragds Frödleg, listug, giæt, Skemteleg, Nitsøm og eft er-
tektarijk Bök margz frödlegz og fallegs Vijsdoms, lærdömz, og
þægelegra efterdæma. Innehalldande Marga ägiæta Kvedlinga
Vijsur, Bragarhætte, og annad ägiætt fræde, Ä medal hvørs ad er
Historia umm Grænlandz Httalags og annad þess Kona<r>.
Samanntekenn og Skrifud af Virduglegumm Høf<d>ings [M]anne
Magnuse Joons Syna [sic] Ad Wigur ä Isafiardar Diupe.
Handritið inniheldur bæði eldri skáldskap og kvæði frá samtíma Magnúsar
Jónssonar, auk nokkurra kafla í óbundnu máli. Dálítillar tilhneigingar
gætir í kvæðabókinni að raða skyldu efni saman. Næst á undan ritgerð-
unum er að vísu kvæði sem inniheldur bölbænir og fúkyrði í garð djöfulsins
en á undan því er „Hättalikill edur Bragarhætter, Kunstriikra Kuedlinga,
Kurteijsra kuæda, Veglegra Vijsna, Listelegra liöda ...“ og á eftir ritgerð-
unum eru dróttkvæðar vísur um fornsagnakappa, dýrt kveðnar, og þar næst
annar háttalykill.
Á miða sem bundinn er á milli bl. 30 og 31 stendur með hendi
Árna Magnússonar: „Þetta um skalldskap ad skrifa i 4to. Er klart og
confererad.“ Hefur Árni látið skrifa ritgerðirnar upp, e.t.v. til að nota í
bókmenntasögu þá sem hann hafði í smíðum. Þessi uppskrift hefur ekki
varðveist svo vitað sé, enda brunnu drög Árna að bókmenntasögunni í
Kaupmannahafnarbrunanum 1728 (sbr. Jón Ólafsson 1738:54v).
Magnús Jónsson í Vigur var af áhrifamestu og ríkustu ættum landsins
á sínum tíma. Faðir hans, sr. Jón Arason prófastur í Vatnsfirði, var sonur
Ara Magnússonar í Ögri og Kristínar Guðbrandsdóttur Hólabiskups.
Móðir hans var Hólmfríður Sigurðardóttir, sonardóttir Odds Einarssonar
Skálholtsbiskups. Magnús var settur til mennta í latínuskólanum í
Skálholti en hugur hans stóð ekki til æðri prófgráða og gerðist hann
bóndi á Vestfjörðum. Hann varð snemma umsvifamikill handritasafnari og
13 Um þetta og arkaskiptingu handritsins má lesa nánar í Jón Helgason 1955:15–17.
TVÆR RITGERÐIR UM SKÁLDSKAP