Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 36
GRIPLA34
Mjög er misjafnt hvernig að frágangi og undirskriftum skjalanna hefur
verið staðið á einstökum þingum. Sums staðar er beinlínis tekið fram að
allir hafi skrifað undir sem skrifa kunnu, sums staðar eru sum nöfnin eig-
inhandarundirskriftir, en við önnur nöfn er tekið fram að nafnberandi hafi
látið skrifa eða handsalað ellegar að nafnaruna er með einni og sömu hend-
inni og því ljóst að skrifari hefur skrifað upp nöfn viðstaddra (en vænt-
anlega yfirleitt óskrifandi) manna. Í þessum tilvikum kemur þó ekki fram
hvort um tæmandi upptalningu viðstaddra er að ræða, en oft eru nöfnin
svo fá miðað við bændafjölda í hlutaðeigandi hreppum eða sýslu (eins og
hann birtist við manntalið 1703), að ólíklegt verður að telja að svo sé. Að
vísu má ætla að þing sókn hafi í raun verið töluvert mismunandi, m.a. eftir
því hvort um var að ræða þing eins hrepps eða tveggja eða enn fleiri, jafnvel
sex og sjö hreppa eins og í Árnessýslu. Af þessum sökum hrökkva skjölin
skammt til þess að veita vitneskju um hugsanlegan mun á skriftarkunnáttu
bænda í einstökum sveitum.
Hér á eftir fer yfirlit yfir það hvernig skjölin liggja fyrir úr hverri sýslu
landsins og hvernig undirskriftum er háttað á hverjum stað. Aðeins er fjallað
um skjöl leikmanna, og á eftir nafni hverrar sýslu er tilgreint númer skjala
(innan safnmarksins nr. 42) og tilvísun til blaðsíðna í útgáfunni 1914.
Þar sem fram kemur í skjölunum hve margir hafi verið á þingi er
tilgreindur hundraðshluti undirskrifta með eigin hendi af þeirri tölu og
sömuleiðis af samanlagðri tölu nafna þar sem sum nöfnin eru eiginhand-
arundirskriftir, en önnur ekki; í síðarnefndu tilvikunum er þó oft hæpið
að allir þingmenn séu upp taldir. Víða er hér reiknaður út hundraðshluti
eiginhandar undirskrifta af fjölda bændaheimila í hlutaðeigandi hreppi eða
sýslu þegar manntalið var gert 1703. Sú tala er fengin úr skýrslum Hagstofu
Íslands,11 þar sem tilgreindur er fjöldi ferns konar heimila, bænda-, hjá-
leigubænda-, tómthúsmanna- og hús fólksheimila.12 Ástæða til þess að
þeir hafi verið skattbændur virðast ekki miklar. En framkvæmdin var sjálfsagt örðug og
umboð „almúgans“ fengið með ýmsu móti (sbr. Ísafjarðarsýslu og umrædd bréf þar og
einnig Kjósar- og Borgarfjarðarsýslur). Einnig er vert að benda á að í bréfi úr Svefneyja- og
Skálanessþingsóknum er tekið fram að á þingi hafi þeir verið samankomnir úr viðkomandi
hreppum „sem komast kunnu og bod näde thil ad gänga“ (Skjöl um hylling Íslendinga, 31). Þá
er vert að hafa í huga að lögréttumenn greiddu ekki skatt og sennilega engir nefndarmenn
(sbr. Piningsdóm). HÞ og GMG]
11 Manntalið 1703, Hagskýrslur Íslands II, 21 (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1960).
12 Eins og sjá má við samanburð við Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er hjáleigum
ekki alltaf haldið aðskildum frá lögbýlum í manntalinu 1703, t.a.m. ekki í Vest manna eyj um