Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 222
GRIPLA220
SR. ÞORSTEINN SVEINBJARNARSON Á HESTI (1730–1814) þýddi sálminn
Lov og Tak og evig Ære eða Lofgjörð, þakkir, eilíf æra, tvö vers. Sálmurinn birt-
ist fyrst í Vinterparten til den forordnede salmebog 1689. Ove Malling breytti
sálminum fyrir Evangelisk kristelig Psalmebog sem kom út í Danmörku árið
1798. Þorsteinn þýddi sálminn eftir þeirri gerð. Þýðing hans er í Sálmabók
1801, númer 186 og í Sálmabók 1871, númer 309.
SR. KRISTJÁN JÓHANNSSON (1737–1806) þýddi páskasálm Kingos Som
den gyldne Sol frembryder og er þýðing hans í Sálmabókum 1801 (nr. 86)
og 1871 (nr. 121), Fram af dimmum fylgsnum nætur. Ný þýðing Helga Hálf-
danarsonar á sálminum er í Sálmabók 1886 (nr. 173): Sem í gegnum sortann
skýja. Vers númer 222, Fyrir helga fæðing þína, í Sálmabók 1886 er úr sama
sálmi. Því er haldið í Sálmabók 1945 en sálminum að öðru leyti sleppt í
báðum bókum.
Mér heimur far frá, (átta vers) er þýðing á sálminum Far Verden, far vel
(fimmtán vers). Þýðing Kristjáns er í Sálmabók 1801 (nr. 235) og óbreytt
í Sálmabók 1871. Í Sálmabók 1886 (nr. 328) er ný þýðing Helga Hálf-
danarsonar (tíu vers).
Kristján notast við Evangelisk kristelig Psalmebog frá 1798 við þýðingu
sína en þar hefur Rahbek stytt sálminn og breytt honum.
SR. ÞORVALDUR BÖÐVARSSON Á SAURBÆ Á HVALFJARÐARSTRÖND
(1758–1836) þýddi jólasálminn Op glædes alle, glædes nu, þrjú vers í
Vinterparten. Í þýðingu er hann einnig þrjú vers, Upp gleðjist allir, gleðjist
nú. Í Sálmabók 1801 er hann númer 60. Síðasta versið Þinn friður, Guð,
sem æðri er (Din Fred, o Gud som overgaar) er tekið upp í Sálmabók 1871 (nr.
77) óbreytt. Í Sálmabók 1886 (nr. 64) er ný þýðing eða endurgerð Helga
Hálfdanarsonar, Upp gleðjist allir, gleðjist þér, einnig þrjú vers. Þýðingin er
óbreytt í Sálmabókum 1945 og 1972.
JÓN ESPÓLÍN SÝSLUMAÐUR (1769–1836) þýddi sálminn Nu bør ej synden
mere eða Nú má ei framar næsta blind. Espólín notaði endurgerð Mallings á
sálminum í Evangelisk kristelig Psalmebog við þýðingu sína en ekki upphaf-
legan sálm Kingos í Sálmabók 1699. Hann steypti saman 1. og 2. versi og
3. og 4. svo úr fjórum versum urðu tvö og breytti bragarhætti. Þýðing hans
er í Sálmabók 1801 (nr. 129) og í Sálmabók 1871 (nr. 186).