Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 50
GRIPLA48
ungsskrift af því tagi sem við má búast að sjá í handritum frá 17. öld, og
loks eru sums staðar örfá nöfn sem svo böngulega eru skrifuð að ólíklegt
er að skrifari hafi skrifað mikið umfram nafn sitt.
Það skal tekið fram, að enda þótt tvær konur séu nefndar meðal bænda
á þingum í Strandasýslu, eru engar undirskriftir kvenna meðal varðveittra
uppskrifta í skjölunum.
Í skjalinu frá Berufjarðarþingi, þar sem saman vóru komnir bændur
af flestum bæjum í Geiradals- og Króksfjarðar hreppum, vill svo vel til að
fram kemur á hvaða jörðum þeir menn hafa setið, sem skrifa kunnu og
sjálfir skrifuðu undir.27 Í þessum hreppum vóru 1703 16 jarðir metnar á
12 hundruð eða minna, 8 jarðir á 16 hundruð og 16 jarðir á 18 hundruð eða
meira (að Stað meðtöldum, sem ekki er metinn). Af þeim tíu sem skrifa
undir er einn af minnstu jörðunum, tveir af 16 hundraða jörðum og sjö
af stærstu jörðunum. Enda þótt dæmið sé aðeins eitt sýnir það glöggt að
skriftar kunnátta bænda 1649 hefur verið þeim mun almennari sem efna-
hagur þeirra var betri.
RITASKRÁ
Handrit
Island, Færø og Grønland nr. 42.
Island, Færø og Grønland nr. 43.
Island, Færø og Grønland nr. 44.
Prentuð rit
Annálar 1400–1800: Annales Islandici posteriorum sæculorum I. Reykja vik: Hið
íslenzka bókmentafélag, 1922–1927.
Annálar 1400–1800: Annales Islandici posteriorum sæculorum II. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1927–32.
Annálar 1400–1800: Annales Islandici posteriorum sæculorum IV. Reykjavik: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1940–48.
Einar Laxness. Íslandssaga i–r. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995.
Einar Laxness. Íslandssaga s–ö. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1–11. Kaupmannahöfn: Hið íslenska
fræðafjelag í Kaupmannahöfn, 1913–43.
27 Trúlega hefur meirihluti þeirra verið leiguliðar. Við manntalið 1703 bjuggu aðeins þrír
menn, tveir karlar og ein kona, í þessum hreppum að einhverju eða öllu leyti á eigin jörðum,
en jarð eigendur í hreppunum vóru sex, þar af eitt barn (Manntal á Íslandi árið 1703,
159–64).