Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 267
265
Þess á milli átti djákninn að stunda bók sína svo að hann týndi ekki niður
því sem hann hafði lært við skólann.51
Fyrir utan almenna starfslýsingu djáknastöðunnar er vitað að í árs-
byrjun 1640 reið mikið óveður yfir landið með þeim afleiðingum að 30 skip
brotnuðu Norðanlands og önnur 18 um Suðurnes. Í óveðri þessu fauk um
koll og eyðilagðist lítið hvolft trévirkishús sem stóð við Reynistaðarkirkju
og hafði verið kór miðaldakirkjunnar þar. Var þetta það eina af henni sem
eftir stóð en hún hafði verið tekin niður um 1570 af þáverandi klaust-
urhaldara. Þá um sumarið, nánar tiltekið 22. júní, lauk Guðmundur við að
skrifa upp skjöl klaustursins en kveikjan að því var vafalaust konungsboð
sem höfuðsmaðurinn Pros Mundt auglýsti á alþingi 1639. Eftirtekjan var í
rýrasta lagi og kann það að standa í sambandi við eyðileggingu litla hvolfda
trévirkishússins en ekki er allskostar ólíklegt að eitthvað af skjölum klaust-
ursins hafi verið geymt þar.52
Skjölin eru rúmlega þrjátíu að tölu. Það elsta er frá 1295–1313 og voru
þau öll á skinni að því yngsta undanskildu frá árinu 1609 um ágrein-
ing Reynistaðarklausturs og Glaumbæjarstaðar um Húsabakkaland á
Eyjum. Uppskrift þessi er ekki síst merkileg fyrir hverjir það eru sem
votta að transkriftin sé „orðrétt og myndug“ eftir frumbréfunum en þar
er fyrstur Benedikt Björnsson klausturvaktari, svo Hallgrímur Jónsson
Glaumbæjarprestur og ráðsmaður klaustursins. Þar næst Hallgrímur
51 Ein kirkju ordinansia, kver h, bl. 2b; Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls.
70, 79, 90, 244 og 246; Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 121–122. Ágæta innsýn
inn í til hvers var ætlast af djáknanum má einnig fá af bréfi Þorláks Skúlasonar til Halldórs
lögmanns Ólafssonar frá árinu 1630 en þar sendir biskup honum mann til að gegna stöðu
djákna við Möðruvallaklaustur, sbr. Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar, bls. 26.
52 Annálar 1400–1800 I, bls. 263; AM 277 4to, bl. 12r; Alþingisbækur Íslands V, bls. 563 og
566. Sjá Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, bls. 173 en þar segir að
bækur biskupsstólanna hafi verið geymdar víða, einkum í skrúðhúsi, vinnuherbergi biskups
sem var gjarnan nálægt og jafnvel samfast dómkirkjunni og í fatabúrinu. Samkvæmt registri
sem Oddur Einarsson Skálholtsbiskup tók saman árið 1612 þá voru bækur geymdar víða í
kirkjunni svo sem í kistu hjá altarinu, í gömlum stokki framan við kórinn, sumar í kórnum
og enn aðrar í stórum skáp við sæti biskupsfrúarinnar. Konungsbréfin voru geymd í kringl-
óttum máluðum öskjum en jarðabréf staðarins í járnslegnum kistli sem stóð í kórnum, sbr.
„Bókasafn Skálholts-staðar 1604 og 1612.“, bls. 64–65. Brynjólfur biskup Sveinsson geymdi
bókasafn sitt í norðurstúku kirkjunnar, sjá Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal
I, bls. 289. Um bréfafjöld á Hólum, í Munkaþverárklaustri og víðar undir lok 16. aldar, sjá
Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar, 1592, 1595 og 1608, bls. 100 og 228. Í
þessu sambandi má minnast á að til eru sagnir um skakkaföll Reynistaðarklaustursskjala,
sbr. Árni Magnússon, „Um klaustrin.“, bls. 47.
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI