Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 49
47
% í Skagafjarðarsýslu, 16 % í Þingeyjarsýslu og 17 % (eða 12 %) í Eyja-
fjarðarsýslu. Í Vestmannaeyjum eru eiginhandarundir skriftir 40 % af fjölda
bændaheimila (með hjáleigum), sem er einstakt hlutfall, sem að einhverju
leyti má væntanlega skýra með því að þingsókn hefur verið fágætlega
auðveld í svo litlu sveit ar fé lagi, en auk þess er trúlegt að þar hafi verið leitað
eftir eiginhandarundirskriftum allra þingmanna sem skrifandi vóru, þó að
það sé ekki tekið fram.
Loks eru þau hreppsfélög og sýslur (auk Berufjarðarþings og Þver árþings,
sem nefnd vóru hér að framan), þar sem tekið er fram að þeir þingmenn sem
skrifa kunnu hafi skrifað undir. Miðað við fjölda bændaheimila 1703 skrifa
7 % undir í Tálknafirði, 16 % í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, 18 % í
Rangárvallasýslu og 25 % í Dalasýslu og Húnavatnssýslu.
Af ýmsum ástæðum verður þó að ætla að hlutfall skrifandi manna hafi
í raun verið heldur hærra í þessum sveitum en framan nefndar tölur benda
til. Ein er sú að ólíklegt er að hver einasti skrifandi skattbóndi hafi komið
til þings; einkum er hundraðshlutinn í Tálknafirði tortryggilega lágur.26
Önnur er sú, að með bændaheimilum eru í manntalinu talin heimili presta,
en prestum var ekki ætlað að skrifa undir á þessum þingum, því að þeir
völdu sína fulltrúa sérstaklega. Þriðja ástæðan er sú, að við undirskriftir
undir skjölin er undantekningalítið sneitt hjá þeim sem ríða skyldu til
alþingis að sverja eiðana, þ.e. sýslu mönnum, lögréttumönnum og tveimur
bændum úr hverri sýslu, þ.e.a.s. 5 mönnum í hverri sýslu (eða 6 þar sem
sýslumenn vóru tveir), sem allir hafa væntanlega verið skrifandi. Séu
presta heimilin dregin frá bændaheimilum og 5 mönnum bætt við tölu þeirra
sem skrifa undir í þessum sýslum, hækkar hundraðshlutinn um 1–3 %.
Niðurstaða þessarar athugunar er því sú að líklegt sé að um það bil 20–25
% skattbænda hafi talist skrifandi 1649 og að hlutfallið hafi sums staðar
verið nokkru hærra; til þess benda ekki síst tölur úr Vest mannaeyjum.
Sú spurning kann að vakna hvort umræddar eiginhandar undirskriftir
segi mikið um raunverulega skriftarkunnáttu. Í því sambandi er sjón sögu
ríkari, en þess skal getið að undir flestum skjölunum eru fáein eiginhand-
arnöfn sem augljóslega eru með hendi þaulvanra skrifara, sem sumir eru
raunar þekktir af skrifum sínum. Þorri nafnanna má segja að sé með miðl-
26 [Það sem segir um bændur í Tálknafirði vekur grun um að einungis séu nöfn þeirra
undir skjali sem hafi kunnað að skrifa en ekki látið skrifa fyrir sig, sbr. Ísafjarðarsýslu og
Þingeyjarsýslu, en ekki að fleiri viðstaddra hafi ekki kunnað að skrifa. HÞ]
SKRIFANDI BÆ NDUR 1649