Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 265
263
að Reynistað. Almennt er talið að Einar Arnfinnsson hafi gegnt stöðu
djákna fram að því og að hann hafi verið kirkjuprestur um hríð eftir
Hallgrím og áður en Böðvar Gíslason kom til staðarins. Böðvar er
ábyggilega kominn að Reynistað árið 1641. Komu hans má þó færa aftar
því hann var vottur að bréfatranskrift að Reynistað þann 22. júní 1640.
Þar er Einars hins vegar ekki getið.46 Óhætt er að fullyrða að Einar hafi
ekki fengið kirkjuprestsembættið eftir Hallgrím því í sakeyrisreikningum
yfir árið 1636 greiðir hann sex aura sekt fyrir frillulífisbrot. Hann hefur
því orðið uppvís að brotinu og goldið sektina á reikningsárinu 1635–1636
sem miðaðist við 24. júní. Einar galt sektina í Skagafjarðarsýslu og hefur
því gerst brotlegur í djáknastöðunni. Barnsmóðir hans hét Valgerður
Jónsdóttir og var þetta beggja fyrsta frillulífisbrot en ávöxtur þess var
dóttirin Guðrún.47
Einar hefur í seinasta lagi horfið úr stöðu djákna um vorið 1636. Ekki er
vitað hvenær né hvert Böðvar vígðist en þann 22. maí 1637 var hann staddur
á prestastefnu á Laugalandi og er þar titlaður prestur. Hann hefur því tæp-
ast tekið við af Einari. Freistandi er að láta sér detta í hug að Guðmundur
hafi fylgt í fótspor Einars en það er ólíklegt því að Guðmundur segist
hafa dvalist heima við líkamlega vinnu þegar hann veiktist af andlegum
sjúkdómi sem átti eftir að hrjá hann um hálfs árs skeið.48
Eins og fram hefur komið þá vörðu veikindi Guðmundar frá hausti 1637
og fram á vor 1638. Hann hlýtur því að hafa fengið djáknastöðuna eftir það
og ástæða þess að hún losnaði hefur verið dauði séra Sæmundar Kárssonar
um sumarið 1638 eins og Jakob Benediktsson benti á. Orð Guðmundar,
í skjali til Jespers Brochmand Sjálandsbiskups undir árslok 1649, um að
46 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. ix; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár IV, bls. 58
og 384–385; Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar, bls. 106; AM 277 4to, bl. 12r.
47 ÞÍ. Rtk. Y. 4. Reikningar jarðabókarsjóðs 1633–1640, 9. Sakarfallsreikningar frá Íslandi
árið 1636 (Skagafjarðarsýsla); Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I, bls. 337. Einar er
sagður hafa fengið kallið fyrir 1642, sbr. Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta, bls. 243, en
það er rangt og mun hvorki séra Sveinn Níelsson né þeir sem juku rit hans hafa vitað að
í bréfabók Þorláks biskups má sjá að Böðvar er kominn þangað 1641, né að í AM 277 4to
má sjá að hann var þar þegar 22. júní 1640. Séra Sveini hefur sjálfsagt verið kunnugt um að
Einar missti embættið sökum barneignarbrots en ekki vitað hvenær, sömuleiðis hefur hann
vitað af Framfærslukambi sem er lögfræðiritgerð eftir Einar frá 1642, sbr. Jón Þorkelsson,
„Þáttur af Birni Jónssyni á Skarðsá.“, bls. 74, tengt hana barneignarbrotinu og væntanlega
komist þannig að þessari niðurstöðu.
48 Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar, bls. 86; Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta, bls. 216;
Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 151.
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI