Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 244
GRIPLA242
Í bréfi Stefáns Ólafssonar til Brynjólfs biskups 13. maí 1647 kemur
fram að beðið verði ákvörðunar um þetta mál þar til Naudé, bókavörður
Mazarins kardínála, komi heim úr ferðalagi. Naudé skrifar Worm ekki
fyrr en árið eftir, 22. febrúar 1648. Í þessu bréfi er mikið hrós um Worm og
þakklæti fyrir útvegun bóka í safn kardínálans. Í nafni hans segist Naudé
munu senda þær gjafir sem lofað hafði verið þremur árum áður. En tillaga
Worms um íslenska fræðimanninn er ekki nefnd.
Ýmislegt virðist hafa farið á annan veg en ætlað var í þessu máli Stefáns
Ólafssonar, en þar hafa að líkindum aðrir en Brynjólfur biskup ráðið för.
Sjálfur hefur Stefán haft einhverjar efasemdir um framvindu þessa máls. Sá
kafli bréfs hans frá 13. maí 1647 þar sem hann ræðir um Frakklandsferðina
endar á þessum orðum: „Ego vero qvocunqve tandem res redeat hanc æstatem,
forte hiemem etiam Hafniæ dego Deo eventum committens“ (En hvernig sem
allt fer verð ég í Höfn í sumar og ef til vill í vetur líka og fel guði hvað
verður).28
Um endanleg afdrif þýðingar Stefáns Ólafssonar í Frakklandi ræðir
Worm ekki í bréfum þeim sem vitnað hefur verið í. Í danskri þýðingu
Schepelern á bréfum til og frá Ole Worm er ekki að finna bréf þar sem La
Thuillerie vottar móttöku Eddu. Reyndar er þar aðeins að finna eitt bréf
frá La Thuillerie til Worms ritað i Kristianopel 20. apríl 1645. La Peyrère
nefnir í bréfi til Worms í janúarbyrjun 1647 bækur Worms sem hann hafi
afhent Condé. Þær bækur gangi manna á milli í París, en hann minnist ekki
á Eddu.29 Hennar er ekki getið í Catalogue des Manuscrits danois, islandais,
norvégiens et suédois de la Bibliothèque Nationale de Paris, par Olaf Skæbne
[þ.e. H. Omont], 1887.30 Þegar P.H. Resen gaf Eddu út í Kaupmannahöfn
1665 birti hann þar eins og kunnugt er hluta af þýðingu Stefáns Ólafssonar
eftir handriti í vörslu sonar Worms.31 Á það má benda að mikið umrót varð
28 Lbs. 282 fol., bl. 25v.
29 François-Xavier Dillmann álítur að Edda hafi komið til Parísar í árslok 1646 („Frankrig og
den nordiske fortid – de første etaper af genopdagelsen,“ 16), en samkvæmt orðalaginu í
bréfi La Peyrère („libros tuos“, „libri illi tui“) virðist um að ræða bækur Worms í vörslu La
Peyrère. Um bækur þær sem Naudé á að taka upp úr bókakassanum frá La Thuillerie eru
engar upplýsingar í bréfum Worms.
30 H. Omont, Catalogue des manuscrits danois, islandais, norvégiens et suédois de la Bibliothèque
Nationale de Paris (Angers, 1887).
31 „Þýðing Stefáns er prentuð í útgáfu Resens Hafn. 1665 að svo miklu leyti, sem hún eigi sam-
hljóðaði þýðingu séra Magnúsar“ [Ólafssonar í Laufási frá 1629] (Jón Þorkelsson, „Stefán
Ólafsson“, XXXVI). Resen nefnir í útgáfu sinni ýmis handrit sem hann hafi notað, þar á