Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 251
249
Jón Halldórsson (1665–1736) prestur í Hítardal samdi sömuleiðis
æviágrip Guðmundar og felldi það inn í kafla um Þorlák Skúlason í bisk-
upasögum sínum. Finnur biskup segir Jón föður sinn ekki hafa byrjað að
fást við sagnaritun fyrr en um fimmtugt, þ.e. upp úr 1715. Helstu rit hans
munu vera samin á bilinu 1720–1730 og á það einmitt við um biskupasög-
urnar. Hjá Jóni kemur ýmislegt fram sem ekki er að finna annars staðar,
svo sem um kvonbónarhugleiðingar Guðmundar og þátt Þorláks biskups í
að ekkert varð úr þeim sem varð svo kveikjan að níðskrifi um hann. Einnig
er ítarlega greint frá handtöku Guðmundar og ástæðum að baki henni.
Jón getur heimildarmanns fyrir sögunni en hana heyrði faðir hans, séra
Halldór Jónsson eldri (1626–1704) í Reykholti, hjá Hákoni Ormssyni (um
1614–1656) Skálholtsráðsmanni sem var á þinginu er atburðirnir áttu sér
stað. Halldór hefur eflaust kunnað fleiri sögur af Guðmundi. Hann var við
nám í Kaupmannahöfn á árunum 1648–1651 og hefur því vart getað annað
en haft einhver afskipti af honum þó að þeir stunduðu ekki sams konar
nám. Jón hóf þó ekki ritstörf sín fyrr en eftir dauða föður síns og hefur því
ekki getað spurt hann nánar út í þessi efni við samningu æviágripsins.4
Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779) ritaði æviágrip Guðmundar
sem hann skeytti framan við rit er hann tók saman að beiðni Torkels Kleve
og innihélt Stóradóm og skrif Guðmundar gegn honum bæði á íslensku
og í danskri þýðingu. Þar er eitt og annað sem Jón hefur m.a. eftir fóstra
sínum, Páli Vídalín, en er ekki að finna í knöppum færslum skálda- og rit-
höfundatalsins. Jón vann ýmis verkefni fyrir Kleve og afhenti honum ritið
19. febrúar 1740 gegn tveggja ríkisdala greiðslu. Kleve var skrifstofumaður
í kansellíinu frá 1734, dómritari við hæstarétt frá 1737 og 1744 var hann
gerður að hjásetudómara þar. Hann var loks aðlaður þremur árum síðar
og hét eftir það Klevenfeldt. Ekki er vitað hvers vegna Kleve hafði áhuga á
Guðmundi og Stóradómi né hvað hann hugðist fyrir með ritið. Hugsanlega
hefur hann ætlað að láta prenta það en hann var ástríðufullur bókasafnari
sem lét eftir sig verðmætt bókasafn og því hefur ritið e.t.v. einungis verið
hugsað sem viðbót við það.5
4 Annálar 1400–1800 II, bls. 585–587; Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal I,
bls. xxiv og II, bls. 97–101; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, bls. 234 og 259–260.
5 Jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 189; JS 152 4to, bls. 34 og 39; Dansk
biografisk leksikon 8, bls. 31–32. Þess má geta að JS 152 4to er afrit með hendi Erlends
Ólafssonar bróður Grunnavíkur-Jóns. Frumritið sem hann fékk Klevenfeldt er hins
veg ar í Deichmanssafni í Ósló, sbr. Skrá um íslenzk handrit í Noregi, bls. 9–10 í kafl-
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI