Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 243
241
Erfitt er að átta sig á því hvort vinslit La Thuillerie og La Peyrère hafi
haft einhver áhrif á það mál sem hér hefur verið rætt. Sáttasemjarinn,
sendiherrann og áhugamaðurinn um norræn fræði, sem Worm ber mikla
virðingu fyrir, La Thuillerie, var sá sem hvatti Worm til að skrifa Naudé og
bjóða aðstoð sína við útvegun bóka í safn Mazarins kardínála, en Worm og
Hennequin sendiherra Frakka í Höfn höfðu ákveðið að senda La Thuillerie
uppskrift Stefáns Ólafssonar af Eddu (sbr. bréf 3.12.1646/5.3.1647). Í síð-
asta bréfi sínu til La Thuillerie 13. október 1647 óskar Worm eftir viðbót
við myntsafn sitt. Edda er ekki nefnd.27
Worm fær loks bréf frá Naudé, dagsett 22. febrúar 1648, þar sem
Naudé segist hafa falið danska sendiherranum í París að koma til hans gjöf
sem lofað hafði verið fyrir þremur árum (gullmynt og úri). Naudé afsakar
að hann skuli ekki hafa skrifað fyrr, miklar annir hafi valdið því. Naudé
þakkar í nafni kardínálans þá þjónustu sem Worm hefur veitt bókasafni
hans og afsakar að gjafirnar sem Worm eru sendar séu ekki miklar að
umfangi, enda viti hann að Worm sé ekki að sækjast eftir launum. Worm
skrifar Naudé 19. júlí 1648 þar sem segir að gjafirnar frá Mazarin kardínála
séu nú komnar.
III
Bréf Stefáns Ólafssonar til Eiríks Ketilssonar og til Brynjólfs biskups í
maíbyrjun 1646 benda til þess að þá þegar hafi verið rætt um ferð Stefáns
til Parísar. Hins vegar er það fyrst í bréfi til La Peyrère í desemberbyrjun
1646 að Worm nefnir að Stefán væri fús til að fara til Parísar. Í bréfi til La
Thuillerie, verndara La Peyrère, sama dag ræðir Worm um að senda „bók-
ina“ þ.e. Eddu, til „hans hágöfgi“ en nefnir ekki tillögu um ferð Stefáns til
Parísar. La Peyrère bregst mjög vel við þessari tillögu í bréfi 1. janúar 1647.
27 Í bréfi Naudé til Worm frá 13. mars 1645 kemur fram að Naudé hefur sérstakan áhuga á
rúnum og þakkar Worm fyrir að senda úr eigin safni calendarium sem prýða muni safn
kardínálans: „Spectabitur ergo Runicæ Lingvæ monumentum istud ultimum in Bibliotheca
julia & infra sepositos Sinenses, Arabicos, Græcos, aliisque variis lingvis exaratos Codices,
quos in illam subinde congero, fulgore suo prægravabit. “ Epistolæ II, 901; „Altsaa vil
dette sidste Minde om Runesproget staa til Beskuelse i det Juliske Bibliothek og vil med
sin Glans hævde sig blandt de for sig anbragte kinesiske, arabiske, græske, og paa andre
forskellige Sprog affattede Haandskrifter, som jeg efterhaanden samler sammen dertil.“
Breve III, nr. 1292, 89.
„EN HVERNIG SEM ALLT FER ...“