Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 41
39
Ísafjarðarsýsla
(No: 9; útg. bls. 33–37)
Hyllingarskjöl úr Ísafjarðarsýslu eru að sumu leyti ógreinileg og útgáfa
þeirra villandi, eins og gerð er grein fyrir í neðanmálsgreinum hér á eftir.
Auk bréfs Ara sýslumanns í Ögri, þar sem hann veitir Þorláki syni sínum
umboð til að sverja fyrir sína hönd á alþingi, eru bréfin tvö úr sýslunni, nær
sam hljóða, og í upphafi beggja er talað um ‘bændur og búandi og allan
almennilegan almúga úr Ísafjarðarsýslu’. Undir lok skjal anna eru þeir sagðir
setja sín nöfn undir með eigin handskrift um, sem skrifa kunna, en aðeins
í fyrra skjalinu er tekið fram hvar það er gert, ‘á almennilegu þriggja hreppa
þingi á Hóli í Bolungarvík’. Þetta mun hafa verið þing fyrir Súgandafjarðar-,
Bolungarvíkur- og Skutulsfjarðarhreppa [alls 26 nöfn], enda eru fyrirsagnir
fyrir nafnaröðum á blaðsíðunni undir skjaltextanum sjálfum í samræmi við
það, en auk þess er þar fyrirsögnin ‘Úr Álftafirði’ [8 nöfn]. Aftan á sama
blaði er heill dálkur nafna, skipt í tvennt neðan til með striki [16 nöfn ofan
striks og 7 nöfn neðan striks], en ekki kemur fram hvaðan þeir menn eru
sem þau nöfn eiga.19 Í miðdálki á þessari síðu eru ofantil nöfn með
fyr irsögninni ‘Þessir menn undirskrifa af Langa dals strönd’20 [23 nöfn] en
neðst nöfn með fyrirsögninni ‘Þessir menn und ir skrifa úr Jökul fjörðum’ [7
nöfn]. Efst í þriðja dálki er fyrirsögnin ‘Þessir undirskrifa úr Dalsþingsókn’
og tvö nöfn undir, næst er ‘Þessir menn undir skrifa úr Ögursþingsókn’ og
sex nöfn undir, og loks er fyrirsögnin ‘Þessir menn undirskrifa úr Vatns-
fjarðarþingsókn’, en þar eru engin nöfn undir.21
Eins og fram kemur í yfirlitinu hér á eftir, er aðeins hluti nafnanna eig-
19 Í útgáfunni 1914 eru efri nöfnin í þessum dálki prentuð í fyrri dálki á bls. 34 í framhaldi
nafna úr Súgandafirði og þau neðstu efst í fyrri dálki á bls. 35 (Skjöl um hylling Íslendinga,
34–35).
20 Í útgáfunni 1914 eru fyrstu nöfnin af Langadalsströnd prentuð með réttri fyrirsögn neðst í
seinni dálki á bls. 34, en mið kaflinn efst í seinni dálki á bls. 35 og loks síðustu nöfnin með
fyrirsögninni: „Þesser menn vnder skrijfa vr Vattsfiardarþijngsoknn“, sem óvíst er hvort
við einhver nafnanna á (sama rit, 34–35).
21 Eins og segir í 20. neðanmálsgrein, hefur í út gáf unni 1914 verið litið svo á að þessi fyr-
irsögn ætti við þau nöfn sem til hliðar standa, en engin skil eru í nafnarununni þar undir
Langadalsstrandarfyrirsögninni (sama rit, 34–35). [Það eru 23 nöfn við Langadalsströnd
sem er óvenjulega margir miðað við aðra hreppa. Það er því ekki óeðlilegt að útgef-
andi hyllingarbréfanna hafi litið svo á að 9 neðstu nöfnin við Langadalsströnd eigi við
Vatnsfjarðarþingsókn því að fyrirsögnin er skrifuð mjög nálægt nöfnunum í miðdálkinum.
Það er hins vegar heldur langsóttara að tengja 10 nöfn í miðdálkinum við Ögursþingsókn.
GMG]
SKRIFANDI BÆ NDUR 1649