Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 272
GRIPLA270
hlýtur Guðmundur þó að hafa sinnt eigin hugðarefnum að einhverju marki
en það hefur væntanlega allt týnst í ringulreiðinni sem skapaðist í kjölfar
drepsóttarinnar 1654.61
Hvaða rit Guðmundar þeir Björn á Skarðsá og séra Hallgrímur hafa
lesið er erfitt að segja til um. Óhætt ætti þó að vera að útiloka Þekktu sjálf -
an þig og þá standa einungis eftir Deilurit og kveðskapur hans þ.á m.
tvennar rímur. Vel er hugsanlegt að eitthvað eftir hann hafi glatast og vitað
er fyrir víst að svo er farið um háttalykil hans og ljóð ort út af Orðskviðum
Salómons, að einu erindi undanskildu.62
Sjálfsagt hefur Guðmundur sýnt Birni rímur sínar en í Bellero fontis-
rímum vitnar hann í Trójumannasögu og Yngvars sögu víðförla. Báðar þessar
sögur er að finna í Hauksbók sem Björn á Skarðsá hafði undir höndum
haustið 1636 samkvæmt bréfi Þorláks biskups til Ole Worm. Líklegast hefur
Guðmundur fengið vitneskju um þessar sögur hjá honum.63 Í Deiluriti vitnar
Guðmundur í kvæði um Stóradóm eftir Björn á Skarðsá og er hann eina heim-
ild þess að kvæðið sé eftir Björn því það er ófeðrað í handriti. Guðmundur
hefur því verið gagnkunnugur kveðskap Björns þó það þurfi ekki að benda til
náins sambands á milli þeirra því samkvæmt annálariturum var Björn lands-
þekkt skáld og í miklum metum sérstaklega Norðanlands.64
Það eru þó merki um að Björn á Skarðsá hafi með einhverjum hætti
komið nálægt Deiluriti og þá e.t.v. frekar er efni þess var á umræðustigi
einhvern tíma á bilinu 1644–1645 og þangað til það var fest á blað líklegast
um haustið 1647. Þar vegur þyngst á metunum að Guðmundur skuli vitna
í lögbók Jóns heitins Sigurðssonar og bendi á að þar megi finna leshátt-
inn friðla þar sem í öðrum bókum standi frilla.65 Guðmundur var djákni
61 Persíus rímur eftir Guðmund Andrésson og Bellerofontisrímur, bls. xii og xvii–xviii; JS 152 4to,
bls. 41; Dansk biografisk leksikon 2, bls. 13; Bjarni Jónsson, Íslenzkir Hafnarstúdentar, bls. 27;
Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. xviii–xxxiv.
62 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. xix og xxiv.
63 Persíus rímur eftir Guðmund Andrésson og Bellerofontis rímur, bls. xviii; Breve fra og til Ole
Worm I, bls. 382. Sjá einnig, Michael Chesnutt, „Skæmaður á Grænlandi.“, bls. 90–92.
64 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 37 og 141; Annálar 1400–1800 I, bls. 307 og 341.
Sömuleiðis eignar Guðmundur Birni á Skarðsá vísu um Axlar-Björn sem hann telur reyndar
vera um Gunnbjörn bónda í samnefndri ey, sbr. Munnmælasögur 17. aldar, bls. viii–ix.
Guðmundur virðist líka hafa vitað meira um höfund Grænlands annáls og aðkomu Björns
á Skarðsá að verkinu en aðrir fræðimenn á borð við Þórð Þorláksson, Þormóð Torfason
og Árna Magnússon, sbr. Ólafur Halldórsson, Grænland í miðaldaritum, bls. 280 og 291–
292.
65 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 33–34. Þess má geta að báðir nota þeir Guðmundur og