Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 43
41
Reykhólum 13. júní 1649. Þar kemur því miður ekki fram hver nafnanna
hafa verið með eigin hendi, en tekið fram að nöfn mannanna hafi verið
‘með þeirra eigin höndum’ og bætt við ofan línu ‘sem skrifandi vóru’.
Á Nesþingi eru taldir 23 ábúendur á 21 bæ. Við manntalið 1703 eru
í Kaldaðarneshreppi allir sömu bæirnir og 3 að auki; þar er nefndur 31
ábúandi á 24 bæjum. Þeir þrír bæir sem ekki eru nefndir í uppskriftinni,
Brúará, Sunndalur og Bakki, eru 4 og 5 hundraða jarðir og hjáleiga.
Á Hróbergsþingi eru taldir 16 ábúendur á 14 bæjum. Við manntalið 1703
eru í Staðarhreppi 23 ábúendur á 19 bæjum. Bæir í manntalinu, sem ekki
eru nefndir í uppskriftinni eru Kleppu staðir og Aratunga, hjáleigur Staðar,
Víðivellir, 12 hundraða kirkjujörð frá Stað, sem beneficiator hefur nýtt að
hluta þegar jarðabókin var gerð 1709, Hofsstaðir, býli í landi Víðivalla,
reiknað 4 hundruð af jörð unni, og Smiðjuhús, hjáleiga Þiðriksvalla.
Í Kirkjubólsþingsókn eru taldir 17 ábúendur á 15 bæjum. Við manntalið
1703 eru í Tröllatunguhreppi 21 ábúandi á 18 bæjum. Ónefndir í uppskrift-
inni eru Hlíðarsel og Efraból, hjáleigur Trölla tungu, Veitukot, hjáleiga (2
h.) Tinds.
Á Fellsþingi er talinn 21 ábúandi á 18 bæjum. Við manntalið 1703
eru í Bitruhreppi 25 ábúendur á 24 bæjum. Ónefnd ir í skjölunum eru
Skriðningsenni, 16 h. jörð, Þorsteinsstaðir, hjáleiga í heima landi Þrúðardals,
Hamar, Miðhús, Garðakot og Miðhlíð, hjáleigur í heimalandi Fells.
Að Bæ í Hrútafirði eru nefndir 20 ábúendur á 16 bæjum. (Fyrir
einu nafninu er reyndar eyða, trúlega vegna þess að þeir sem skrifuðu
Strandasýsluskjölin upp á Reykhólum hafa ekki getað lesið nafnið). Við
manntalið 1703 eru 22 ábúendur á 19 bæjum (auk ábúenda á tveimur
hjáleigum, sem ekki eru nefndar í upp skriftinni). Ónefndir í skjölunum
eru Borgir, 8 h. jörð, Hvalsá önnur af tveimur, Stóra-Hvalsá, 16 h. jörð,
eða Litla-Hvalsá, 8 h. jörð, Fagra brekka, 8 h. jörð (í eyði „þetta ár“ við gerð
jarðabókar 1709).22
Úr Trékyllisvíkurhreppi er frumskjal varðveitt, en þar votta 3 ‘heim-
ilismenn að Árness þingstað’ með eiginhandarundir skriftum samþykki
‘allra manna í Árness kirkjusókn’. Við mann talið 1703 eru 3 fullorðnir
karlmenn í Árnesi auk tveggja presta.
22 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 7 (Kaup mannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag í
Kaupmannahöfn, 1940), 453.
SKRIFANDI BÆ NDUR 1649