Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 225
223
Sem í gegnum sortann skýja / Som den gyldne Sol frembryder er páska-
sálmur, 10 vers í Vinterparten 1689. Þýðing Helga er sex vers (nr. 173) í
Sálmabók 1886. Helgi felldi niður 5.–7. vers. 10. versið: Fyrir helga fæðing
þína / Tak for al din fødsels Glæde er í Sálmabók 1886 (nr. 222). Það er ekki
í síðari sálmabókum.
Sjá vinur vor hinn blíði / See, hvor nu Jesus træder er pálmasunnudags-
sálmur úr Vinterparten 1689. Hann er 14 vers hjá Kingo, fjögur vísuorð í
versi. Helgi dró versin saman. Hvert vers verður átta vísuorð, sex vers alls.
Þýðingin er í Sálmabók 1886 (nr. 137) og í Sálmabók 1945 (nr. 142) en ekki
síðar.
Til hæða lyft þér, hugur minn (fjögur vers) / Min Sjæl og Aand opmuntre
dig (sex vers). Þýðandinn sleppti 3.–4. versi. Birtist í Sálmabók 1886 (nr.
182) og í Sálmasafni 1873 (nr. 23) en ekki síðar.
Vor hvítasunnuhátíð fer / Nu nærmer sig vor Pinsefest er hvítasunnusálmur
úr Kingos salmebog 1699, 10 vers. Grundtvig breytti sálminum síðar. Helgi
notaði þá útgáfu við þýðingu sína. Hann þýddi 1., 3.–8. og 10. vers (alls 8
vers). Birtist í Sálmabók 1886 (nr. 236) og í Sálmabók 1945 (nr. 235), en þar
er 8. versi sleppt. Sálmurinn er ekki í síðari sálmabókum.
Þín kirkja, góði Guð / Din kirke, gode Gud. Fjögurra versa sálmur sem
upphaflega er úr morgunsálminum: Nu rinder solen op (Enn hraðar sólin
sér, Sálmabók 1886, nr. 511). Sr. Stefán Ólafsson í Vallanesi þýddi sálminn
á sínum tíma. Sjá Sálmabók 1751 (739): Sólin upprunnin er. Hér eru versin
13–16 í þýðingu Helga. Þessi þýðing birtist í Sálmabók 1886 (nr. 642),
Sálmabók 1945 (nr. 679), Sálmasafni 1873 (nr. 75) og Sálmabókum 1972
og 1997 (nr. 293). Í sálmi Kingos er versið: Lát landið frjóvgun fá, sem er í
Sálmabók 1801 (nr. 242).
SR. STEFÁN THORARENSEN, PRESTUR Á KÁLFATJÖRN (1831–1892), end-
ur orti eða lagfærði þýðingar á sálmum í Sálmabók 1871. Sjá Sálmabók 1871
(nr. 471), eitt vers, Svo skal hér sofna upp á. Þýðing á Saa sover jeg dermed...
Versið er úr sálminum Nú hvílist sól og sezt, á dönsku Til hvile solen går, sem
er kvöldsálmur í þýðingu Stefáns Ólafssonar en breytt af Stefáni Thor-
arensen.
STEINGRÍMUR THORSTEINSSON, SKÁLD OG REKTOR LÆRÐA SKÓLANS
(1831–1913), þýddi Vor Disk og Dug er alt bered, sem er eitt vers á dönsku, Að
PASSÍUSÁLMAR KINGOS