Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 13
11
biskup Arason, og því taldi hann hér um bil víst að þessi handrit væru
skrifuð af honum skömmu eftir 1500.13
Það hafa sjálfsagt þótt nokkur tíðindi fyrir hundrað árum að rithönd
Jóns Arasonar væri fundin á tveimur sögubókum, annarri veraldslegs efnis
og hinni andlegs. Brátt fór líka að fjölga í þessum handritahópi, en jafn-
framt fór skrifaravandamálið að flókna.
Kr. Kålund birti 1886 ritgerð um spássíugreinar skrifara í handrit-
inu AM 604 4to, sem er stærsta varðveitt rímnabók frá miðöldum, og af
tveimur þeirra þótti honum ljóst að skrifarinn hefði heitið Tómas.14 Í skrá
sinni um handrit Árnasafns taldi Kålund að þessi rímnabók væri með sömu
hendi og a.m.k. meginhluti söguhandritsins AM 510 4to, sem Guðmundur
Þorláksson hafði eignað Jóni Arasyni, og auk þess AM 713 4to, stærsta
handrit helgikvæða frá kaþólskum tíma. Um Margrétar sögu handritið AM
431 12mo ræðir Kålund ekki í þessu sambandi, en tekur undir að skrifari
þess hafi heitið Jón Arason og skipar honum með spurningarmerki undir
nafn biskups í mannanafnaskrá. Síðar féllst Kålund á þá skoðun Finns
Jónssonar að ekki gæti verið um biskupinn að ræða.15
Jón Þorkelsson var hins vegar ekki í neinum vafa um að Jón biskup
hefði skrifað 431 (Margrétar sögu handritið). Hann birti skrifaraklausu
handritsins í doktorsritgerð sinni, en hún hljóðar svo: „Leingi hefur þu
skrifat þessa sogu jon strakur ara son ecki ma þetta skrif heita þat er
mismæli firi mic helldur er þetta krab ok illa krabat Bidit sem adur firi jone
ara syne. þeir sem soguna lesa. Geyme oss gud ỏll saman ok jungfru sancta
maria min ad jlifv. Amen“ (25v). Ekki er þetta alls kostar biskupslega mælt,
enda hugði Jón Þorkelsson nafna sinn hafa skrifað þetta þegar hann var á
unglingsaldri á Munkaþverá. 16 Síðar taldi Jón Þorkelsson sig finna sömu
hönd á bréfum sem snertu Jón biskup Arason og fullyrti því að rímnabókin
604 og helgikvæðabókin 713 væru með hendi biskups.17
Næst kom Finnur prófessor Jónsson til skjalanna 1918 og benti á að
13 Finnboga saga hins ramma, útg. Hugo Gering (Halle: Verlag der Buchhandlung des
Waisenhauses, 1879), xx nmgr. 1.
14 Kristian Kålund, „En islandsk ordsprogsamling fra 15de århundrede“. Småstykker 7,
STUAGNL 13 (København: S. L. Møllers Bogtrykkeri, 1886), 131–184.
15 Alfræði íslenzk III, útg. Kristian Kålund, STUAGNL 45 (København: S. L. Møllers
Bogtrykkeri, 1917–18), xii.
16 Jón Þorkelsson, Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede (København: Høst, 1888),
326.
17 Sjá Íslenzkt fornbréfasafn VIII, 270, sbr. einnig IX, 339, 451, 662, 664 og XI, 728.
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR