Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 258
GRIPLA256
Kársson var prestur þar frá 1591 til dauðadags 19. júlí 1638 og prófastur í
Hegranesþingi a.m.k. frá 1598.27
Um námsár Guðmundar í Hólaskóla er hins vegar lítið annað vitað
en að þau voru fjögur talsins og að hann útskrifaðist þaðan með góðum
vitnisburði. Algengast var að nemendur væru fimm til sex ár við skól-
ann, yfirleitt þó fimm ef þeir höfðu góða undirstöðu í latínu. Guðmundur
hlýtur því að hafa verið vel undirbúinn undir skólann og skarað fram úr
bæði hvað gáfur og námshæfileika varðar. Enda segir hann að Þorlákur
biskup Skúlason hafi ítrekað boðið sér meðmælabréf sem hann virðist
þó aldrei hafa þegið, sjálfsagt vegna þess að háskólanám var óraunhæfur
kostur sökum fátæktar.28 Ekki fylgir sögunni hvort biskup bauðst til að
aðstoða Guðmund fjárhagslega til háskólanáms. Hann hefur þó e.t.v. haft
Guðmund í huga þegar hann ákvað, fyrir andlát sitt 4. janúar 1656, að
gefa leigur og landskuldir af Ási í Hörgárdal „… einum hverjum fátækasta
studioso, sem af Hólaskóla út genginn utanlands stúderar.“29
Ljóst er hversu lengi Guðmundur stundaði nám við skólann en allt
er á huldu um nákvæmlega hvenær það var. Jakob Benediktsson taldi að
hann hefði útskrifast nokkru fyrir 1640, væntanlega þó um vorið 1638 því
hann taldi dauða séra Sæmundar Kárssonar þá um sumarið hafa orðið til
þess að staða djákna losnaði við klaustrið á Reynistað. Hugsanlega mætti
komast að því hvenær hann stundaði nám við skólann á Hólum með því
að athuga feril Einars Arnfinnssonar en Guðmundur segist hafa verið
27 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. vi–vii; Breve fra og til Ole Worm III, bls. 395. Páll
Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár IV, bls. 384–385. Skagafjarðarsýsla, bls. 63. Um ölm-
usupilta við latínuskólana, sjá Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf, bls. 97–103. Þess má
geta að Bergþór, sonur séra Sæmundar í Glaumbæ, kvæntist Björgu Skúladóttur, systur
Þorláks biskups, að Hólum þann 26. september 1613, sbr. Steph 27, bl. 38r–v. Einnig má
benda á nálægð Arngríms lærða sem bjó í 26 ár í Skagafjarðarsýslu en fluttist árið 1630
að Mel í Miðfirði. Hann hélt fyrst Mælifell og frá um 1624 Miklabæ. Arngrímur gegndi
biskupsstörfum í veikindum Guðbrands Þorlákssonar frá sumri 1624 og til sumars 1628,
er Þorlákur Skúlason sneri heim frá Kaupmannahöfn eftir biskupsvígslu, og bjó þann tíma
á Miklabæ en ekki Hólum, sjá Jakob Benediktsson, Arngrímur Jónsson and his works, bls.
18–19 og 23. Guðmundur hlýtur að hafa verið meira en málkunnugur Arngrími lærða fyrst
hann miklaði ekki fyrir sér að fá hann til að vera dómari í mælskuæfingum þeirra Einars
Arnfinnssonar um Stóradóm, sbr. Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. xi.
28 Breve fra og til Ole Worm III, bls. 395; Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf, bls. 111–112;
Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 151.
29 Alþingisbækur Íslands VII, bls. 19–20, bein tilvitnun fengin af bls. 20. Um dánardag biskups,
sjá Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, bls. 166.