Gripla - 20.12.2008, Blaðsíða 224
GRIPLA222
Hver fögur dyggð í fari manns / Af Kærlighedens rene Væld. Helgi þýddi
7.–10. vers úr löngum sálmi: Den Naade Gud har os beteed. Þau eru í Sálma-
bók 1886 (nr. 341), Sálmabók 1945 (nr. 353) og í Sálmasafni 1873 (nr. 64).
Hvert er það skipið auma / Hvad er det for en Snække. Sálmurinn er sjö
vers hjá Kingo, en þrjú vers í þýðingu. Tvö fyrstu versin eru þýðing á sömu
versum Kingos, 3. versið er að nokkru frumort. Sálmurinn er í Sálmabók
1886 (nr. 119) en ekki í síðari sálmabókum.
Í anda Kristur kæri. Þýðing Helga er fimm vers. Sálmurinn byrjar svo
hjá Kingo: Mig lyster nu at træde / til Jordens klare Flod. Átta vers. Grundtvig
breytti sálminum nokkuð. Þetta er ekki bein þýðing hjá Helga. Hann
sleppti 2., 4. og 6. versi frumsálmsins. Sálmur Kingos birtist í Vinterparten
1689. Þýðing Helga kom í Sálmabók 1886 (nr. 96) en ekki síðar.
Meðan, Jesú minn, ég lifi / Skriv dig Jesus, paa mit hjerte. Eitt vers. Versið
er 15. vers af 29 í 17. og síðasta sálmi í píslarsálmaflokki Kingos: Bryder
frem I hule Sukke. Sálmur Kingos birtist í Vinterparten 1689. Hér er hann
í Sálmabók 1886 (nr. 154), Sálmabók 1945 (nr. 153) og í Sálmabókum 1972
og 1997 (nr. 377).
Ó, Guð, hve grátlegt er / O, Gud, hvor jammerlig (Kingo 1689) sørge-
lig (Roskilde Salmebog 1855) 13 vers. Þýðing Helga er gerð eftir Hró-
arskeldusálmabókinni (nr. 185). Hann stytti sálminn, sleppti 3. versi, dró
5.–6. vers saman í eitt (4. vers hjá Helga). 5. vers Helga er unnið úr 7.–10.
versi. Loks er 13. vers 6. vers hjá Helga. Sálmurinn er í Sálmabók 1886 (nr.
116) en ekki í sálmabókum síðar.
Ó Guð þín kenning góða / O, Herre Gud, din Lære. Fjögur vers hjá Helga,
sjö hjá Kingo. Annað vers hjá Helga er unnið úr 2.–5. versi frumsálmsins.
Þýðingin er í Sálmabók 1886 (nr. 114) en ekki í síðari sálmabókum.
Ó, herra Jesú, hjálpa mér/ O, søde Jesu, stat mig bi. Þarna tekur Helgi þrjú
vers úr níu versa sálmi Kingos: Fra Fristelser og Satans Stød. Sálmurinn birtist
í Vinterparten 1689. Hér er hann í Sálmabók 1886 (nr. 321) en ekki síðar.
Ó, hversu gott að ganga / Hvor stor er dog den Glæde. Fimm vers hjá Helga.
Þýðingin er lauslega unnin upp úr fimm versa sálmi Kingos. Í Sálmabók
1886 (nr. 94) og í Sálmabók 1945 (nr. 104). Sálmurinn er ekki í síðari
sálmabókum.
Ó, Jesú minn, þú mikli Guð / Store Gud og Frelsermand er jólasálmur úr
Vinterparten 1689. Hér er hann í Sálmabók 1886 (nr. 61) en ekki í síðari
sálmabókum.