Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 36

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 36
36 Valsblaðið 2014 Starfið er margt Í símtalinu greindi Evert frá því að á undanförnum árum hefði hann unnið að því í frístundum að koma upp nokkurs konar Valsminjasafni í bílskúr og langaði að kynna það í Valsblaðinu. Við Evert mæltum okkur síðan mót í bílskúrnum og sýndi hann mér safnið sem gaman er að skoða og fræðast um munina og söguna á bakvið þá. Í safninu eru myndir úr starfinu, fjöldi Vals- búninga frá ýmsum tímum, sumir áritaðir, leikskrár, Valsblöð, liðsmyndir og teikningar svo dæmi séu tekin. Aðspurður um tengsl sín við Val þá sagðist Evert hafa flutt í Blönduhlíðina 1957 og fljótlega gengið í Val og verið þar félagi síðan. Hann segist hafa æft og spilað nokkuð með félaginu en fer ekki hér nánar út í þá sálma. Hann segist einnig hafa setið í stjórnum bæði knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Einnig hefur hann verið sjálfboðaliði á Hlíðarenda í meira en þrjá áratugi og segist á þessum árum hafa eignast fjöldamarga vini og kunn- ingja í félaginu. Til fróðleiks má geta þess að hann stendur vakt- ina ásamt fríðum hópi sjálfboðaliða á öllum heimaleikjum Vals í handbolta. Í safninu er einnig innan um ýmislegt sem tengist enska knattspyrnufélaginu Liverpool, en Evert er eindreginn stuðn- ingsmaður félagsins og hefur ósjaldan farið á leiki á Anfield í gegnum tíðina. Evert vill koma því á framfæri að hafi menn áhuga á að skoða safnið þá er best að hafa beint samband við hann og er hann til- búinn að taka á móti gestum og sýna safnið. Síminn hjá Evert er 899 0123 eða 554 0885. Ég hvet fólk til að kíkja á þetta áhuga- verða safn við tækifæri. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Guðlaugur Ottesen Karlssen tók í safninu í haust. Guðni Olgeirsson tók saman Athyglisvert Valsminja safn í bílskúr á höfuðborgarsvæðinu Evert Evertsson Valsari til margra áratuga hefur á undanförnum árum unnið að minjasafni sem er aðallega helgað Knattspyrnufélaginu Val. Á haustmánuðum hafði samband við ritsjóra Valsblaðsins Meistaraflokkur kvenna í handknattleik Íslandsmeistarar og bikarmeistarar 2007. Evert heldur á treyju Önnu Úrsúlu og í rammanum er treyja Hrafnhildar Óskar Skúladóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.