Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 42

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 42
42 Valsblaðið 2014 Starfið er margt og 2003. Hópurinn æfði mjög vel allt tímabilið og lagði mikið upp úr því að mæta vel á æfingar. Stelpurnar æfðu 3–4 sinnum í viku allt árið við ýmsar aðstæð- ur á Valsvelli. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum á liðnu tímabili. Þar á meðal Goða- mótinu á Akureyri, Reykjavíkurmótinu, Pæjumótinu í Vestmannaeyjum, Síma- mótinu og tók að sjálfsögðu þátt í Ís- landsmótinu. Stelpunum gekk almennt mjög vel á þessum mótum. Í fyrsta skipt- ið í nokkur ár sendi 5. flokkur fjögur lið til leiks í Íslandsmótinu. Árangurinn hjá stelpunum var frábær í Íslandsmótinu þar sem A-lið flokksins lenti í öðru sæti, C- lið í 5.–6. sæti og B- og D-lið flokksins urðu Íslandsmeistarar. Stelpurnar gerðu margt skemmtilegt saman fyrir utan æfingarnar. Mikil áhersla var lögð á að efla félagsleg tengsl og kenna stelpunum mikilvæg gildi t.d. hvernig er að vera hluti af hópi og koma vel fram hver við aðra. Afrakstur skilaði sér svo í heilsteyptari einstaklingum og sterkari liðsheild. Tímabilið var frábært í alla staði, stelpurnar tóku miklum framförum bæði sem einstaklingar og lið. Í hópnum er mikið efnið sem mikilvægt er að hlúa vel að á komandi árum. Það líður ekki að löngu þangað til við sjáum þessar flottu stelpur á vellinum í meistaraflokki. For- eldrastarfið í kringum flokkinn er eins og best verður á kosið og lang flestir for- eldrar tilbúnir að leggja hönd á plóg til að gera starfið fyrir stelpurnar betra. Besta ástundun: Sunna Xiao Björns- dóttir Mestu framfarir: Ólöf Sigríður Krist- insdóttir Leikmaður flokksins: Anna Hedda Björnsdóttir Haaker 4. flokkur kvenna Þetta árið var 21 iðkandi í 4. fl. kvenna, fæddar árið 2000 og 2001. Stelpurnar æfðu í lang flestum tilfellum mjög vel og voru margar stelpur í flokknum með rétt dóttir og henni til aðstoðar var Breki Bjarnason. 6. flokkur kvenna Í flokknum voru 27 stúlkur, 9 á eldra ári og 18 á yngra ári. Hópurinn tók miklum framförumá árinu og voru stelpurnar all- ar mjög skemmtilegar og áhugasamar. Mótin sem 6.fl kvk fór á á þessu ári eru: Pæjumót TM í Kórnum, Stjörnumót TM, Goðamót Þórs, Vís-mót Þróttar, Síma- mótið, Hnátumót KSÍ og Pæjumótið á Siglufirði. Flokkurinn náði alltaf að vera með 4–5 lið á öllum mótum og voru stelpurnar fyrirmyndar fulltrúar Vals sama hvert þær fóru. A liðið lenti í 1. sæti á Goðamóti Þórs, D liðið lenti í 1. sæti á Pæjumótinu á Siglufirði og sumarið var síðan toppað þegar B og D lið urðu Íslandsmeistarar. Þjálfari er Aníta Lísa Svansdóttir og henni til aðstoðar er Jón Freyr Eyþórs- son. 5. flokkur kvenna þetta tímabilið voru 25 stelpur að æfa. Í flokknum voru stelpur fæddar árið 2002 skyldum að gegna fyrir félagið og gerðu þær það með mikilli gleði. Þær leiddu meistaraflokk kvenna inn á í flestum leikjum sumarsins og gerðu það stoltar. Við opnun Hemmalundar voru þær flott- ar í Valsbúningum og með rauðar og hvítar blöðrur. Lögðu krans hjá sr. Frið- riki og opnuðu leiksvæðið hátíðlega. Það er ekki hægt að segja annan en að þær passi vel upp á Hemmalund enda með hámarksþyngd og fjöldann sem má vera í rólunni alveg á hreinu. Félagslega var mikið gert á þessu tímabili. Og hefst þá upptalning: Sund, keiluferð, bíó, búningaæfing á öskudag, loftboltar, ísbíllinn kom í heimsókn, hóp- ferð á landsleik Íslands, foreldrabolti og grill í Hemmalundi, Pizzuveisla, leyni- gestur, heimsókn frá leikmanni meistara- flokks, vinavika, gisting í Valsheimili, piparkökubakstur og jólastund. Tveir foreldrafundir voru haldnir á árinu og komu foreldrar flokksins gríðar- lega vel að öllu starfinu. Þeir tóku glaðir að sér verkefni og leystu þau vel af hendi. Þjálfari flokksins var Soffía Ámunda- 5. flokkur B liða Íslandsmeistari í knattapyrnu 5. flokkur kvenna spilaði á Víkingsvelli úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn B- liða fimmtudaginn 4. september. Liðið mætti Víking í hörku leik þar sem allt var í járnum eftir venjulegan leiktíma. Framlengt var í tvisvar sinnum 7 mínútur. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 0-0, en einni mínútu fyrir lokaflaut framlengingarinnar skoraði Ásdís Atladóttir leikmaður Vals sigurmark leiksins með hnitmiðuðu skoti beint í hornið. Frábær árangur hjá stúlkunum og við óskum þeim auðvitað til hamingju með sigurinn. 7. flokkur kvenna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.