Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 52

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 52
52 Valsblaðið 2014 Eftir undirbúningsvinnu og fjáraflanir í heilt ár héldu 18 drengir úr 8. til 11. flokki Vals ásamt þjálfara sínum David Patchell þann 11. til 20. júlí til Boston í Bandaríkjunum í körfuboltabúðir. Búðirnar nefnas. „The Red Auerbach Basketball School“. Alls tóku 150 drengir þátt í búðunum að þessu sinni, þar af 21 frá Íslandi, 1 frá Ísrael, 1 frá Póllandi og svo alls staðar að úr Bandaríkjunum. Víkingur Goði Sigurðsson tók saman stutta frásögn af þessu ævintýri Valsstrákanna Þetta var alveg frábær ferð í alla staði sem við munum seint gleyma. Fyrsti dagurinn fór mest í flug og að koma okk- ur fyrir á gistiheimili sem við gistum á fyrstu tvær næturnar. Annan daginn fór- um við svo í ferðalag til Springfield þar sem var farið í Basketball Hall of Fame sem er safn um NBA og NCAA körfu- boltann. Við höfðum mjög gaman að því og fengum meðal annars eiginhandarárit- un frá Bill Cartwright þreföldum NBA meistara með Chicago Bulls. Um kvöld- ið fengum við að versla smá og skoða Boston. Næsta dag byrjuðu æfingabúðirnar svo með þriggja klukkustunda stanslausu spili. Búðirnar voru haldnar í Nichols College háskólanum, þar spiluðum við í tveimur stórum íþróttasölum á þessum sex dögum. Við gistum á heimavist skól- ans sem var mjög þægileg með sér bað- hergi og sturtu fyrir hvert herbergi, þetta var frábær aðstæða. Dagarnir í búðunum voru langir en mjög skemmtilegir, við vorum vaktir með látum klukkan 7 og morgunmaturinn var frá hálf 8 til 8. Við byrjuðum á góðri upphitun og svo var spilað til klukkan 12. Þá fengum við há- degismat til klukkan 13, og eftir hádegið var spilað alveg til klukkan 5 þar sem við borðuðum kvöldmat til klukkan 6. Eftir kvöldmat var aftur spilað til klukkan 10. Á hverjum degi var fyrirlestur frá þjálfara í búðunum, við lærðum mikið frá þeim bæði um körfubolta og lífið. Fyrsta daginn var okkur deilt upp í 10 manna lið með hinum strákunum í búð- unum, þessi lið spiluðu svo saman alla vikuna. Á lokadegnum var síðan úrslita- keppni um hvaða lið „vann“ búðirnar, við höfðum mjög gaman af þessu fyrir- komulagi og var mikill keppnisandi í okkur. Seinasti dagurinn í búðunum endaði um hádegi föstudaginn 18. júlí og þá fór- um við aftur til Boston og gistum á sama gistiheimili og í byrjun ferðar, um kvöld- ið fórum við út að borða á The Cheese- cake Factory. Við vöknuðum snemma um morguninn daginn eftir og fórum í verslunarleiðangur í Wrentham Premium Outlets áður en flogið var heim um kvöldið. Í búðunum var mikið verslað og áttu sumir erfitt með að loka töskunum þegar við komum á flugvöllinn. Ferðinni lauk snemma á sunnudagsmorgni 20. júlí þar sem við komum heim glaðir og dauðþreyttir eftir frábæra ferð í alla staði. Víkingur Goði Sigurðsson Ferðasaga Við lærðum mikið um körfubolta og lífið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.