Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 55

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 55
es Bergsteinsson, sem var meðal leikmanna í fyrsta Íslands- meistaraliði Vals árið 1930. Þar segir m.a.: „Við vorum stöðugt að leita að framtíðarsvæði fyrir Val, en það gekk seint. Ákveðið var í borgarstjórn að hvert félag í Reykjavík fengi einn völl hlið við hlið í Öskjuhlíðinni, en ég veit ekki hvernig átti að framkvæma slíkt. Við Ólafur fórum á fund háttsettra manna og vildum fá úthlut- un strax en það gekk ekki eftir. Á þessum tíma frétti Ólafur að Hlíðarendi væri til sölu. Mörgum þótti ekki björgulegt að leggja út í kaupin, en við bjuggum til 50 króna skuldabréf, sem við seld- um til Valsmanna og með þeim hætti eignuðumst við Hlíðarenda. Þess má geta að mánaðarlaun verslunarmanna á þessum árum voru um 250-300 krónur. Það var oft fundað um þessi kaup því mörgum fannst félagið ekki ráða við þessa fjárfestingu. Nokkru eftir kaupin kom upp tillaga um að selja Hlíðarenda, en sem bet- ur fer náði hún ekki fram að ganga. Geir í Hlíð leigði túnið fyr- ir kýrnar sínar til að byrja með og það létti undir með okkur. Við héldum happdrætti á stríðsárunum sem gaf okkur um 80.000 krónur. Við höfðum keypt Dodge-bifreið af kaupfélagsstjóra, sem notuð var í vinning.“ Gaman er að segja frá því að í Valsblaðinu er sagt frá nýju Valsminjasafni sem Evert Evertsson sjálfobðaliði til margta áratuga í Val hefur unnið að og þar er m.a. hægt að kynna sér þetta merkilega bílahappdrætti 1944 sem skipti miklu máli fyrir fjárhagslega stöðu félagsins á þeim tíma. Samningar Valsmanna við Reykjavíkurborg um breytta landnotkun Árið 2002 gerði Valur samkomulag við Reykjavíkurborg um breytta landnotkun erfðafestulandsins, til að hægt væri að fé- nýta það í þágu uppbyggingar íþróttamannvirkja að Hlíðarenda. Hlutafélagið Valsmenn hf, sem stofnað var 1999 til að styðja uppbyggingu hjá Val, keypti landið árið 2005 og gekk kaup- verðið til byggingar á nýju glæsilegu íþróttahúsi sem reis í kjöl- farið. Valsmenn hf. er að 40% í eigu Knattspyrnufélagsins Vals og afgangurinn er í eigu rúmlega 400 einstaklinga sem hafa lagt fram hlutafé frá 10 þúsund krónum til 1 milljónar. Mark- mið Valsmanna hf. hefur verið óbreytt frá stofnun fyrir 15 árum, að styrkja uppbyggingu íþróttastarfsemi Vals. Sérstakt félag, Hlíðar fótur hf., hefur verið stofnað um framkvæmdirnar að Hlíðarenda. Valsmenn hf. eru 100% eigendur að því félagi. Þann 11. maí 2005 keypti almenningshlutafélagið Valsmenn hf. í eigu 421 hluthafa þau byggingarréttindi sem voru til ráð- stöfunar skv. gildandi deiliskipulagi. Fyrsta tilboði félagsins var hafnað og þess krafist að félagið greiddi sannarlega markaðs- leg verðmæti. Kaupverðið var kr. 840.452.843,– í dag að verð- gildi kr. 1.650.305.972,– Fyrirliggjandi var gildandi deiliskipulag Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélag- ið Valur hefur átt frá árinu 1939 en það var þá ein margra bújarða í útjaðri Reykjavíkur. Nú hefur ver- ið skipulögð íbúðarbyggð á svæðinu sem gengur undir nafninu Hlíðarendabyggð og jafnframt eru áform um frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hlíðarenda. Á þessu ári hefur verið þó nokkur umræða um þessi fyrirhuguðu áform og þau hafa verið rækilega kynnt fyrir félagsmönnum á kynningarfundum og á heima- síðunni www.hlidarendabyggd.is. Einnig hefur verið nokkur umræða um þessi áform í fjölmiðlum, ekki síst í tengslum við framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar og flugvallarsvæðins. Af þeim sökum er ítarleg kynning í Valsblaðinu á þessum áformum fyrir félagsmenn og íbúa i Valshverfinu Mesta gæfuspor Vals að kaupa Hlíðarenda 1939 Kaupin á Hlíðarenda voru mikið átak fyrir Knattspyrnufélag- ið Val á sínum tíma og hugsa Valsmenn af virðingu og hlýhug til þeirra stórhuga og framsýnu manna sem komu að því verkefni. Í bókinni Áfram, hærra!, sem er rituð af Þorgrími Þráinssyni og var gefin út á 100 ára afmæli Vals árið 2011, segir meðal annars um kaupin á Hlíðarenda: „Þegar litið er yfir 100 ára sögu Vals og þá rúmlega 100 Íslands- og bikarmeistaratitla, sem Valur hef- ur unnið til í meistaraflokki karla og kvenna í knattspyrnu, hand- knattleik og körfubolta, er einn viðburður talinn öðrum fremri; kaupin á Hlíðarenda árið 1939. Það var mesta gæfuspor félags- ins.“ Til að standa í skilum með útborgunina á sínum tíma var ákveðið að gefa út 50 króna skuldabréf en ekki tókst að greiða stimpilgjöldin fyrr en nokkru síðar. Landinu fylgdi íbúðarhús, stórt fjós og hlaða sem enn setja svip sinn á Hlíðarendasvæð- ið og og eru samofin sögu félagsins í 75 ár. Ólafur Sigurðsson, sem á þessum tíma var formaður Vals, átti mikinn þátt í kaupun- um á landinu og skrifaði eftirfarandi í Valsblaðið: „Þó að kaupin hafi verið gerð er takmarkinu ekki náð. Þau eru aðeins upphafið. Upphaf þess starfs sem á að tryggja félaginu fagran og fullkom- inn samastað, þar sem unnt verði að einbeita allri orku félagsins að hinum eiginlegu verkefnum þess, íþróttaiðkunum sakir full- kominna ytri skilyrða og efnahagslegs sjálfstæðis … Við verðum að gera til hans meiri kröfur en nokkurn tíma hafa verið gerð- ar hér á landi í þessum efnum, svo miklar að þær standist kröfur tímans um næstu 100 ár a.m.k.“ Svo mörg voru þau orð. Í Valsbókinni Áfram hærra! er birtur kafli úr viðtali við Jóhann- Hlíðarendabyggð til hundrað ára
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.