Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 68

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 68
68 Valsblaðið 2014 Ýmir Örn Gíslason (f. 1997) er án nokkurs vafa í hópi efnilegustu handknattleiksmanna í yngri flokkum Vals. Ýmir gegnir veigamiklu hlutverki í öðrum og þriðja flokki Vals. Hann átti þess kost að æfa með jafnöldrum sínum úr Füchse Berlin og var í rúma viku í æfingabúðum með þeim á undirbúningstímabilinu. Við Valsmenn höfum vitaskuld mjög sterkar taugar til Füchse Berlin þar sem þjálfari þeirra er okkar ástkæri Dagur Sigurðsson sem var reyndar ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands þegar Ýmir var þar ytra. Blaðamaður Valsblaðsins vildi fræðast meira um æfingabúðirnar og varð Ýmir góðfúslega við bón um stutt spjall Hversu margir voru í æfingahópnum og voru fleiri aðkomumenn að æfa með liðinu? Við vorum sennilega 14–15, þar af 4 markmenn. Ég var eini Íslendingurinn en á sama tíma var jafnaldri minn frá Eist- landi í sömu erindagjörðum. Er flokkaskiptingin í handbolta eins í Þýskalandi og hér heima? Við æfðum með A-Jugend sem eru strák- ar fæddir árið 1996 og 1997. En A-Ju- gend þýðir elsti hópur, en einn strákur í hópnum var að flakka á milli Jugend B og Jugend A. En þar fyrir ofan er lið sem spilar í þriðju deildinni í Þýskalandi en þar geta menn verið allt upp í fimm ár áður en menn fá tækifæri með aðalliðinu eða færa sig yfir í einhver önnur lið. En Jugend A hafa verið Þýskalandsmeistarar í fjölda ára. Hvernig voru móttökurnar þegar þú hittir hópinn í fyrsta sinn? Ég hitti þá í Berlín og settist upp í rútu og síðan tók við u.þ.b. tveggja tíma akst- ur þar til við vorum komnir í einhvern „Vatnaskóg“. Þar komum við í Kamp og var okkur úthlutað húsi þar sem við vor- um út af fyrir okkur. En aðrir hópar frá Füchse höfðu einnig sín hús fyrir sig. Allt í allt hafa verið um 80 strákar frá Füchse á svæðinu. Netsamband var af- leitt og ekki gert ráð fyrir öðru en þaul- skipulögðum íþróttabúðum og það sást á umgjörðinni. Við áttum t.a.m. allir að vera eins klæddir nema við máttum vera í ólíkum skóm. Við vöknuðum allir á sama tíma, æfðum og borðuðum samtím- is. Við áttum að vera komnir inn í her- bergi kl. 10 á kvöldin og sofnaðir korteri seinna. Fyrsta morguninn vorum við vaktir kl. 5:30 en síðan 7:30 það sem eft- ir var. Herbergisfélagi minn var alltaf sofnað- ur á tilsettum tíma en ég gat ekki sofnað svona snemma. Það var svo bjart og ég sofnaði sjaldnast fyrr en um eittleytið. Ég lá hljóður og hreyfingalaus áður en ég gat sofnað, en gat horft á myndir í spjaldtölvunni. Herbergisfélaganum var slétt sama en sagði mér að ef ég yrði tek- inn þá yrði mér refsað. Hvað þýddi það að vera refsað? Það þýddi að menn fengu að puða auka- lega morguninn eftir. Dæmi um refsingu var að ef menn spiluðu fótbolta í upphit- un þá þurftu einhverjir fjórir að taka 15 mínútna þrek í lok æfingar. Tíu mínútna fótbolti kostaði því brjálað puð við hlaup, stökk og armbeygjur í lokin. Hvernig gengu æfingarnar fyrir sig? Þær voru mjög vel skipulagðar. Markviss upphitun líkt og við þekkjum fyrir leiki með bolta og markskotum. Skotæfingar stóðu í þrjá tíma, keyrsluæfingar í einn til tvo. Þetta voru tvær æfingar á dag. Á milli þeirra vorum við að borða og hvíla. Það voru yfirleitt skotæfingar seinni partinn. Þegar sú törn var afstaðin þá var maður búinn að skjóta um 80 sinnum á markið. Maður þurfti alltaf að skora eitt- hvað lágmark úr hverju setti, annars tók maður út refsingu. Voru æfingarnar mjög frábrugðnar því sem þú átt að venjast hér heima? Þetta voru mjög massívar æfingar. Þær hófust stundum á klukkutíma lyftingum, síðan klukkutíma handbolta, hálftíma hlaupum og hálftíma teygjum. En maður vissi alltaf hvað stóð til á hverri æfingu. Það var mikið af utanhúss hlaupaæfing- um. Við vorum á undirbúningstímabilinu og þess vegna var þetta mikið puð fyrir alla. Hinir strákarnir upplifðu þetta, rétt eins og ég, sem mikið puð. Áður en að þessu kom þá voru þeir búnir að æfa í ró- legheitum í tvær vikur. En þegar þetta prógramm stóð þá snerist lífið ekki um neitt annað en að æfa og borða. Reyndar voru æfingaleikir hluti af dagskránni en ég mátti ekki spila með þeim þar sem þessir leikir voru jafnframt hluti af ein- hverri forkeppni. Það var einn stór kostur við æfingarnar hjá Füchse. Það var alltaf sjúkraþjálfari á staðnum þannig að þegar eitthvað smálegt kom upp þá var þér kippt út af og þú varst strax kominn und- ir handleiðslu sjúkraþjálfara. Ef eitthvað amaði að þá gat maður fengið sjúkra- nudd um kvöldið. Ég var eitthvað aumur í kálfa og fékk þess vegna nudd um kvöldið og næsti dagur var því allur ann- ar eftir þetta. Eftir Sigurð Ásbjörnsson Fátt kom mér á óvart í æfingabúðum í handbolta hjá Füchse Berlin nema útihlaupin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.