Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 78

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 78
78 Valsblaðið 2014 Fáir ef einhverjir einstaklingar hafa sett meiri svip á handboltann í Val undanfarin ár en Óskar Bjarni Óskarsson. Þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega fertugur að aldri á Óskar að baki langan feril á Hlíðarenda. Það fer ekki á milli mála að félagið er Óskari afar kært, ástríðan og krafturinn skína af honum og hollustan við félagið er honum greinilega mikið hjartans mál. Mér lék forvitni á að kafa dýpra í sögu þessa sigursæla þjálfara til þess að komast nær kjarnanum að baki ástríðunni og metnaðinum fyrir félaginu. Við byrjuðum spjallið á að ræða hvernig og hvenær hann fyrst kynntist Val „Ég er upphaflega Þróttari“ segir Óskar, „fyrstu árin bjuggum við í Vogahverfinu og bróðir minn var í Þrótti ásamt Sigga Sveins, Palla Ólafs og fleirum. Árið 1978 fluttum við í Breiðholtið og ég byrjaði í ÍR í fótbolta. Þarna má eigin- lega samt segja að Þróttur hafi verið liðið mitt og þó ég hafi haft gaman af fótbolt- anum þá var handboltaáhuginn alltaf meiri. Það er síðan um 9 ára aldur sem ég kynnist fyrst Val, en mínar tengingar við félagið voru annars vegar Valdimar Grímsson, sem er frændi minn, og hins vegar var systir mín í fótbolta í Val. Ég mætti þarna til að styðja hana að sjálf- sögðu en á þessum tíma fór ég einnig á mína fyrstu handboltaæfingu í Val. Þá var yngsti flokkurinn 5. flokkur og ’71 árgangurinn mjög sterkur, strákar sem eru 2 árum eldri en ég. Þar má nefna Nonna Halldórs, Bödda Bergs ásamt fleirum, en síðan voru ég og Dagur Sig- urðsson þarna aðeins yngri að sprikla með. Ég var náttúrulega yngstur ásamt Degi og sennilega skoraði ég ekki mitt fyrsta mark á æfingu fyrr en um mitt annað ár. Þarna var snillingurinn Magnús Blöndal að þjálfa. Maggi var alveg ein- stakur þjálfari og varð hann fljótlega mín stærsta fyrirmynd. Þarna var einstakling- ur sem var tilbúinn að leggja mikið á sig til að gera okkur að betri einstaklingum, lagði mikla áherslu á félagslegu hliðina og hafði að öllu leyti gríðarlega mikil áhrif á mig. Þarna byrjar þetta – ég var orðinn Valsari. Ég man að ég var von- svikinn þegar Maggi var ekki áfram með flokkinn en þá kom Theodór Guðfinns- son til sögunnar. Teddi endaði á að vera með þennan kjarna í 8 ár og úr varð mjög öflugur hópur. Þarna var Óli Stef- áns byrjaður og ég man að mér tókst að smala heilu handboltaliði í strætó úr Breiðholtinu á æfingar. Má þar nefna Sigurjón Þráins, Stefán Helga stórtenór og Valgarð Thoroddsen svo einhverjir séu nefndir. Teddi var duglegur að rækta félagslegu hliðina en lagði líka mikla áherslu á að ýta undir okkar eigin frum- kvæði; við skipulögðum mót og alls kyns viðburði.“ Á þessum árum á fyrri hluta níunda áratugarins var losarabragur á mörg- um flokkanna fyrir ofan þennan aldur og þarna var að myndast kynslóðin sem einn daginn myndi taka við kefl- inu. En hvernig leikmaður var Óskar? „Ég var fínn leikmaður í yngri flokkum, hafði marga góða kosti en held að mín sterkasta hlið hafi verið að gera aðra betri. Skuldbinding mín var mikil, ég mætti alltaf vel og var eiginlega alltaf á svæðinu. Ég var snemma farinn að fikta við þjálfun, stjórnaði kannski yngra árinu í leikjum og á eldra ári var ég farinn að skipuleggja mót fyrir þá yngri þar sem þá vantaði verkefni. Hins vegar var ég ágætis leikmaður, spilaði mest á miðju en í horni á yngra ári. Ég var m.a. valinn í unglingalandslið ásamt Degi en þegar ég var 16 ára fór ég í minn fyrsta upp- skurð og gat ekkert æft á langan tíma. Þá má segja að að þjálfaraferillinn hafi byrj- að af alvöru, áhuginn á þjálfun jókst mikið og kannski kom pínulítil uppgjöf í mig hvað varðar leikmannaferilinn.“ Óskar kemur fyrst inn í meistaraflokk- inn 19 ára gamall og spilaði sinn fyrsta leik á móti Selfossi. Það var mikið um meiðsli tímabilið ’91–’92 og liðið endaði í 9. sæti. Þó að árangurinn hafi kannski verið vonbrigði þá er þetta lykilár í því sem á eftir kom. Dagur, Óli Stef og fleiri leikmenn fengu meiri ábyrgð og þannig varð þetta tímabil undanfari gullaldar. Árið eftir fær Óskar enn fleiri tækifæri hjá Tobba Jens og Valur verður Íslands- og bikarmeistari. Að loknu þessu tímabili voru hann og Valur Arnarson búnir að ákveða að fara til Noregs, en það átti eft- ir að breytast. Við gefum Óskari orðið: „Noregsævintýrið okkar Vals datt upp fyrir og þá tókum við þá ákvörðun að fara norður og spila. Valdi Gríms var að spila fyrir norðan og Alfreð Gísla að þjálfa, en við bjuggum m.a. í kjallaran- um hjá Alfreð, sælla minninga. Þetta var lærdómsríkt ár en að því loknu ákvað ég að flytja aftur í bæinn og fara í Kenn- araháskólann. Á þessum tímapunkti var ég ótrúlega nálægt því að fara í Hauka. Jóhann Ingi þekkti til mín og vissi að ég væri sterkur leikmaður í hópi og framtíð- arþjálfari. Mér var boðinn góður samn- ingur þar og var nánast búinn að ákveða að fara. Þá settist Brynjar Harðarson nið- ur með mér, stillti upp Valsfánanum og sannfærði mig um að Hlíðarendi væri minn staður. Hann var hreinskilinn, sagði hreint út að sennilega yrði ég aldrei nógu góður leikmaður en ég myndi verða frá- bær þjálfari og gull fyrir félagið. Það varð úr að ég tók m.a. 5. flokk kvenna og 4. flokk karla og ég rétt rúmlega tvítugur búinn að setja þjálfunina á oddinn. Þetta tímabil, ’94–’95, er ég í fyrsta skiptið á bekk í leik í meistaraflokki sem þjálfari, í frægum oddaleik á móti KA. Tobbi Jens var í banni og ég aðstoðaði Binna Harðar Eftir Stefán Karlsson „Ég man alltaf hvað Valur hefur gert fyrir mig“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.