Valsblaðið - 01.05.2014, Page 79

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 79
Valsblaðið 2014 79 Starfið er margt týri fyrir okkur og við enduðum á því að vera 2 yndisleg ár. Ég gat einbeitt mér að þjálfun og lít á það sem mitt stærsta af- rek að blása lífi í yngri flokkana, en ég fylgdist mikið með yngri flokka starfinu. Okkur langaði síðan öll heim, von á öðru barni og við heimkomuna fer ég að þjálfa hjá HSÍ. Þetta tímabil er Valur með vel mannað þjálfarateymi; Ágúst Jóhannsson, með sinn mikla drifkraft, var yfirþjálfari og aðstoðaði Geir með meistaraflokkinn og félagið að öllu leyti vel statt með þjálfara. Mér fannst það góð tilfinning að sjá allt rúlla svona vel og það var fín tilbreyting að starfa við þjálfun yngri landsliða hjá HSÍ.“ Óskar tekur við meistaraflokki Vals 2003 Það er síðan sumarið 2003 að Óskar tek- ur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Val og þjálfar hann allt til ársins 2011, þegar hann ákveður að taka sér hlé frá meistaraflokksþjálfun. „Ég var alltaf með einhverja yngri flokka með og þetta voru frábær ár. Ég þroskaðist mikið sem þjálfari og var að vinna með leikmenn sem ég þekkti vel úr yngri flokkunum. Árið 2007 náum við síðan að landa Íslandsmeistaratitlinum og það var virkilega stór stund fyrir mig. Við höfðum svolítið verið í 2. sæti nokk- Yngri flokkar Óskari hugleiknir Óskar verður síðan aðstoðarþjálfari í meistaraflokki og er einn af þeim fyrstu sem fer í fullt starf við þjálfun. Yngri flokkarnir voru honum hugleiknir undir lok síðustu aldar. „Ég var oft svekktari með úrslit í yngri flokkum en meistaraflokki og þrátt fyrir að vinna titla verandi viðriðinn meistara- flokkinn fann ég fyrir miklum metnaði fyrir hönd yngri flokkanna. Ég hef reglu- lega dregið mig aðeins til hlés í meistara- flokksþjálfun og farið aftur í grunninn; að búa til leikmenn.“ Tímabilið ’99–2000 verður Óskar að- stoðarþjálfari hjá Geir Sveinssyni, sem tók við þjálfun meistaraflokks. Þetta varð svolítið vonbrigðaár en liðið varð í 9. sæti og komst ekki í úrslitakeppni. Að þessu tímabili loknu bauðst Óskari spennandi tækifæri utan landsteinanna: Þjálfun í Noregi „Mér bauðst að þjálfa karlalið í næstefstu deild í Noregi, Stabæk/Haslum. Þarna er Kristján Halldórsson að þjálfa kvennalið Stabæk og hann kemur mér í tengsl við félagið. Við fluttum út, litla fjölskyldan, en árið 1997 kynntist ég Örnu, konu minni og vorum við búin að eignast okk- ar fyrsta barn. Þetta var því frábært ævin- á bekknum. Þetta var fyrsti stóri titillinn í meistaraflokki sem ég hafði einhverja aðkomu að sem þjálfari.“ Tímabilið eftir þetta var Jón Kristjáns- son spilandi þjálfari meistaraflokks og Óskar nánast hættur að spila. Efnilegir árgangar í yngri flokkum Vals, fæddir upp úr 1980, áttu hug hans allan. Þetta tímabil fór Óskar í nokkra mánuði í Stjörnuna að spila undir stjórn Viggós Sigurðssonar. „Það var gaman að kynnast þjálfaraað- ferðum Viggós og hann er einn af fjöl- mörgum þjálfurum sem ég hef lært af í gegnum tíðina. Ég hef verið svo heppinn að kynnast færustu þjálfurum landsins á mismunandi stigum ferilsins og lært af mismunandi áherslum þeirra. Tobbi Jens hafði augljóslega mikil áhrif á mig, hann hugsaði allt út frá vörninni. Síðan var það Viggó sem var með meiri áherslu á sóknarleikinn en Alfreð Gísla sameinaði síðan þetta tvennt mjög vel. Tímabilið ’96–’97 læri ég síðan mikið af Boris Ak- bachev, en það ár var ég fenginn til að vera á bekknum og stýra þar sem Skúli Gunnsteins og Jón Kristjáns voru báðir spilandi þjálfarar. Boris tók mig tali í a.m.k. klukkutíma eftir hvern einasta leik og var gríðarlega hreinskilinn og gagn- rýninn á hvað ég hefði gert rangt o.s.frv. Þetta voru afar dýrmætar stundir fyrir mig.“ Óskar Bjarni fagnar vel með handboltastelpunum, en hann hefur um 20 ára reynslu af þjálfun og hefur víða komið við á þjálfaraferlinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.