Valsblaðið - 01.05.2014, Page 92

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 92
92 Valsblaðið 2014 Starfið er margt fram á íþróttasviðinu. Knattspyrna í Evr- ópu er gríðarlega vinsæl og laðar að sér bæði mikinn fjölda áhorfenda, feita sjón- varps- og kostunarsamninga, umfangs- mikla sölustarfsemi og í sumum tilvikum forríka eigendur sem dreymir um að skapa sér frægð og minnisvarða. Langverst er skekkjan í knattspyrn- unni. Hún býr bæði við sterkt sérsam- band (og forrík alþjóðasambönd. Laun hluta atvinnuknattspyrnumanna í Evrópu eru í raun óskiljanleg og á þetta horfum við héðan af skerinu litla og viljum vera þátttakendur. Félög í efstu deild gera út á árangur sem skilar töluverðum umfram- tekjum (og reyndar líka umframgjöldum sem oftar en ekki vilja gleymast). Það er aftur á móti ekki á vísan að róa og að- keyptir leikmenn, háir launatékkar og önnur hlunnindi eru ekki ávísun á árang- ur. Margir keppa – fáir vinna. En hvað er til ráða? Af hverju hætta félögin ekki að greiða laun sem þau ráða ekki við? Af hverju sníða félögin sér ekki stakk eftir vexti? Við þessu er ekkert einfalt svar. Íþróttir eru drifnar áfram af sigurvilja. Afrakstur vel rekins fyrirtækis er mældur í arðsemi á meðan afrakstur vel rekins íþróttafé- lags er mældur í sigrum og titlum. Á sama tíma og lög og reglur banna skerðingu atvinnufrelsis með tilheyrandi vandkvæðum með að hindra t.a.m. óheftar launagreiðslur, verður íþróttahreyfingin að setjast á rökstóla og skoða alvarlega grundvöll sinn og forsendur. Við höfum á síðustu árum horft upp á fjölda félaga og félagasambanda annaðhvort hverfa eða missa allan kraft. Við horfum upp á kirkj- una og söfnuði landsins í miklum krögg- um og tilvistarkreppu. Íþróttahreyfingin er einn af hornsteinum þjóðfélagsins og inn- an íþróttafélaga landsins hefur æska þessa lands verið alin upp að stóru leyti. Til þess að svo megi vera áfram þarf íþróttahreyf- ingin af einkennst af heilbrigði og aga sem nú um stundir skortir mikið á. Mig langar því að skora á forystumenn íþróttahreyfingarinnar til að taka rekstr- ar- og fjárhagsforsendur íþróttafélaganna til gagngerðrar endurskoðunar, að örðum kosti er hætta á að illa fari. Allt okkar þjóðfélag er gegnsýrt af umræðum um peninga og skuldir. Flestar fjölskyldur, fyrirtæki og sjálfur ríkiskassinn eru alltof skuldsettar. Stærstur hluti íþróttahreyfingarinnar er þar engin undantekning. Í langflestum tilvikum er ástæðan sú sama, það er eytt um efni fram og tekjur duga ekki fyrir gjöldum Það má hins vegar víða sjá batamerki. Verðbólga á Íslandi er í sögulegu lág- marki. Að mínu mati er engin vafi á því að ein af stærstu ástæðum þess er að einkaneysla hefur ekki aukist í takt við bættan hag. Svo virðist sem einstaklingar og fyrirtæki hafi lært af biturri reynslu og halda aftur af sér í neyslu og fjárfest- ingum. Íþróttahreyfingin Þó að orðum mínum hér sé fyrst og síð- ast beint að okkar ástsæla félagi, tel ég að þau eigi við stóran hluta íþróttahreyf- ingarinnar. Hún hefur frá hruni mátt þola gríðarlega tekjuskerðingu, bæði frá opin- berum aðilum og styrktaraðilum og þá sér í lagi atvinnulífinu. Nánast allir tekjustofnar hafa minnkað. Undir öllum kringumstæðum hefðu útgjöld átt að dragast saman í sömu hlutföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst, með tilheyr- andi skuldasöfnun og versnandi fjárhag. Það er gjarnan rætt um að íþróttaheyf- ingin byggist upp á sjálboðastarfi og það er rétt upp að vissu marki. Þátttaka for- eldra hefur t.d. aukist hin síðari ár. Stór hluti og þá sér í lagi afreksstarfið er rekið áfram af launþegum, þ.e.a.s. starfsmönn- um félaga og sérsambanda, þjálfurum og síðast en ekki síst íþróttamönnunum sjálfum. Þetta á fyrst og fremst við um boltagreinarnar með knattspyrnuna í al- gjörum forgrunni. Það hefur orðið bylt- ing í þessum málum á síðustu 20 -30 árum. Launagreiðslur hafa stöðugt auk- ist, bæði hvað varðar fjölda þeirra sem þiggja þóknun sem og upphæðir til þeirra sem hæst þiggja laun. Þeir sem þiggja laun og greiðslur af íþróttahreyfingunni gera stöðugt meiri kröfur um að hún sé í engu tilliti frá- brugðin fyrirtæki, sem greiði á réttum tíma umsamin kjör enda um þau skrifleg- ir samningar. Hér erum við komin að veigamikilli kerfisvillu, ef svo má að orði komast. Atvinnulífið gerir samninga við starfsfólk sitt út frá fjárhagslegum forsendum en íþróttahreyfingin út frá væntum árangri á keppnisvellinum. Ár- angurinn hefur síðan afgerandi áhrif á alla tekjustofna, beina og óbeina. Fleira kemur til, því á einum stað efst í píramíta íþróttahreyfingarinnar eru sjálboðaliðar, stjórnarmenn. Mennirnir sem taka ákvarðanir um stóru gjaldaliðina. Væri hægt að ímynda sér að í atvinnulífinu væri einungis einn hópur sem ekki þiggði laun og það væru stjórnendurnir? Nei, þvert á móti þiggja þeir hæstu laun- in enda bera þeir mestu ábyrgðina. Fyrirtæki sem rekið er á óábyrgan hátt endar í þroti. Það gerir íþróttfélag hins vegar sjaldan. Þau stóru og sterku leita aftur og aftur til félaga sinna og vel- unnara, í smærri bæjum til bæjarfélags- ins, sem enn og aftur hlaupa undir bagga og bjarga hlutunum. Krafturinn getur vissulega dvínað og starfsemin minnkað á alla kanta. Er gleðin horfin? Stóri gallinn er hins vegar sá að gleðin er horfin. Þjálfarar og íþróttamenn horfa í æ ríkara mæli á íþróttafélögin sem óbreytt- an launagreiðanda. Foreldar líta að sama skapi á félögin sem þjónustuaðila við börnin sín líkt og skóla og dagheimili. Síðasta kynslóðin sem ólst upp við félagsanda og stundaði sína íþrótt án þóknunar er núna víða við stórnvölinn. Þessi kynslóð talar gjarnan um gamla daga og sannan félagsanda, sem nú þurfi að rífa upp að nýju. Það er torsótt mark- mið því þjóðfélag okkar er gjörbreytt. Við förum villu vegar í samanburði við nágrannalöndin og það sem þar fer Íþróttahreyfing á villigötum Eftir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóra Valsmanna hf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.