Valsblaðið - 01.05.2014, Page 93
Valsblaðið 2014 93
skiptast á skoðunum um hvaðeina
sem tengist félaginu. Á þessum miðli fer
fram uppbyggileg og gagnrýnin umræða
um félgasstarfið.
Einnig má nefna að bæði Fálkar og
Valkyrjur eru með virka hópa á face-
book og einnig Valur skokk og Val-
skórinn og Séra Friðrik Friðriksson
svo dæmi séu tekin. Og einnig fjölmargir
yngri flokkar virkir.
Valur körfubolti er virkur lokaður
hópur með umfjöllun um körfuna í Val í
máli og myndum og eru meðlimir á ann-
að hundrað. Þar fer einnig fram umræða
og skoðanaskipti um starfið.
Fjósið er einnig virkur miðill með á
fimmta hundruð stuðningsmenn, sem er
nokkurs konar fréttaveita um ýmislegt
sem tengist meistaraflokkum félagsins
og einnig yngri flokkum að einhverju
leyti. Á þessum miðli er frekar virkir
umræðuþræðir þar sem stuðningsmenn
Eftir Guðna Olgeirsson
Valsmenn hafa tekið virkan þátt í notkun
samfélagsmiðlanna og stofnaðir hafa
verið ýmsir hópar og er gaman að fylgj-
ast með þróuninni. Vel virkur miðill af
þessu tagi fangar athygli áhagenda reglu-
lega og margir rækta tengslin við félagið
eða einstaka hluta þess með þessum
hætti. Einnig eru margir yngri flokkar
mjög virkir á facebook, bæði fyrir for-
eldra yngstu iðkendanna og síðar fyrir
iðkendur og foreldra þeirra þar sem hægt
er að fylgjast með starfinu í máli og
myndum. Þessi þróun er mjög jákvæð og
ætti að stuðla að auknum félagsanda og
ræktarsemi og styrkja og hvetja stuðn-
ingsmenn til dáða. Valsblaðið hvetur alla
Valsmenn til þess að fylgjast með fé-
laginu á samfélagsmiðlum og taka þar
virkan þátt.
Stærsti samfélagsmiðill Valsmanna er
opinbera facebook síða félagsins sem
heitir einfaldlega Knattspyrnufélagið
Valur með hátt í 3000 stuðningsmenn.
Síðan er reglulega uppfærð en auðvelt
væri að hafa virknina meiri og fjölbreytt-
ari. Einnig er til hópur sem heitir Stuðn-
ingsmannafélag Vals sem stofnaður var
2010 en virknin hefur verið takmörkuð
undanfarið.
Valur handbolti er afar virkur sam-
félagsmiðill með um 1200 aðdáendur og
er reglulega uppfærður með nýjum frétt-
um og ekki síður með brotum úr sögu
handboltans í máli og myndum. Valur
handbolti er einnig orðinn virkur á
snapchat. Ef dæma á síður út frá hversu
virkir menn eru að „líka“ við fréttir eða
umfjöllun þá ber þessi miðill höfuð og
herðar yfir aðra samfélagsmiðla á vegum
Valsmanna um þessar mundir.
Valur fótbolti er einnig frekar virkur
miðill, með á þriðja hundrað áhagendur,
reglulega uppfærður í máli og myndum
og stuttum viðtölum við leikmenn. Ekki
er mjög virk umræða um félagið á þess-
um miðli.
Valsmenn virkir á
samfélagsmiðlum
Á undanförnum árum hafa sprottið upp alls konar hópar á samfélagsmiðlum,
einkum á facebook, en einnig á twitter og instagram og nú síðast á snapchat