Valsblaðið - 01.05.2014, Side 107

Valsblaðið - 01.05.2014, Side 107
Valsblaðið 2014 107 Starfið er margt Ég hafði farið á allmörg herrakvöld sem Lions og Kiwanisklúbbar héldu og ætlað var að afla viðkomandi klúbbum fés og styrkja félagsskapinn. Hvoru tveggja virtist ganga ágætlega og svo sannarlega gat orðið býsna kátt á þessum samkom- um. Þegar peninga vantaði inn í körfu- boltadeild Vals sem ég hafði veitt for- mennsku fyrir frá haustinu 1979 þá fannst mér upplagt að sameina þetta tvennt, hóa saman gömlum félögum og afla peninga í leiðinni. Það er einmitt at- hyglisvert að þrátt fyrir þá staðreynd að aðeins þjálfari liðsins þáði laun gat rekst- urinn verið strembinn. Niðurstaðan var sú að fyrsta herrakvöld Vals varð að veruleika, fyrsta föstudaginn í nóvember 1983. Heimatilbúin dagská, ræða, galdrar og söngur Svokallaður tannlæknasalur í Síðumúla var leigður undir samkomuna og var að- sókn góð. Lagt var upp með að engin að- keypt atriði væru á dagskrá, aðeins heimatilbúin. Dagskrá kvöldins var eftir- farandi; ræðumaður kvöldsins Pétur Sveinbjarnarson, galdrar Benedikt Bach- mann og Þorsteinn Sívertsen og söngur/ leikur Sigurður Marelsson. Sigurður stóð sig afar vel í sínu hlutverki og klæddi sig í peysuföt við tilefnið. Þrátt fyrir æfingu kvöldið áður náði galdradagskráin aldrei þeim hæðum sem bundnar voru við hana. Nógu flottir voru þeir félagar Bósi og Skossi svartklæddir í skrautlegum skikkjum með pípuhatta en strax í opn- unaratriðinu komu fram brestir. Skossi steig inn á sviðið og greip kampavíns- glasið eins og æft hafði verið, dreypti á kveikjarabensíninu sem var í glasinu en í fáti kyngdi Skossi vökvanum og þegar kom að því að spíta á logandi kertið og framkalla blossa, þá hreinlega skyrpti Skossi á kertið og það slokknaði snarlega á því. Næsta atriði átti að innihalda kan- ínu sem náð hafði verið í. Að beiðni Skossa var ákveðið að fella þetta atriði niður og átt kanínan afar slæma vist í pappakassa inni í kompu þar til við þrif- um daginn eftir og var hún þá nær dauða en lífi. Bósi bjargaði eftir bestu getu at- riði þeirra félaga en Skossi var bæði flottur og ómissandi þrátt fyrir allt. Um ræðu Péturs segir fátt enda var hún á heimatilbúnu táknmáli. Vel heppnað fyrsta herrakvöldið gaf tóninn Samkoman skilaði ágætist afkomu og góðri skemmtun og margir voru duglegir að versla á barnum en enginn þó eins og Hrafn Bachmann sem keypti flöskur ótt og títt sem hann dreifði á borðin af handahófi. Hrafn drakk ekki þá frekar en fyrr og síðar en hann gerði sér vel grein fyrir að kvöldið væri til fjáröflunar og lét ekki sitt eftir liggja. Ég hafði nefnt það við stjórn Vals þegar ég sótti um leyfi til að halda þetta fyrsta herrakvöld að ég teldi að þetta ætti framtíðina fyrir sér og sagði strax að ég tryði því að fyrsti föstu- dagurinn í nóvember yrði herrakvölds- dagur til framtíðar, það hefur reynst svo. Eftir þetta fyrsta herrakvöld hvatti ég önnur félög óspart til að gera það sama og fljótlega fóru aðrir í gang.Það er erfitt að fullyrða það en að öllum líkindum var þetta fyrsta herrakvöld íþróttafélaga á Ís- landi. Halldór Einarsson (Henson) tók saman Fyrsta herrakvöld Vals 1983 Jafnframt fyrsta herrakvöld íþróttafélaganna Halldór Einarsson (Henson) segir söguna um fyrsta herrakvöld Vals í forpartíi í Hensonverk­ smiðjunni fyrir herrakvöldið í haust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.