Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 6
KIRKJUÞING 1991
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar hið 22. í röðinni var háð í Reykjavík 22. - 31. okt.
1991.
Það hófst þriðjudaginn 22. okt.kl. 14 með guðsþjónustu og altarisgöngu í Bústaðakirkju
í Reykjavík.
Sr. Bolh Gústavsson, vígslubiskup predikaði og annaðist altarisþjónustu ásamt sr. Karli
Sigurbjömssyni, kirkjuþingsmanni.
Söngvarar úr Bústaðakirkju leiddu söng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson.
Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið í safnaðarsal Bústaðakirkju þar sem þingsetning
fór fram og fundir þingsins haldnir.
Þingsetningarræða herra Ólafs Skúlasonar biskups
Háttvirtir kirkjuþingsmenn og gestir
Ég býð þingmenn velkomna til þessa tuttugasta og annars Kirkjuþings. Einnig
fagna ég gestum, sem sýna störfum þings og kirkju þann áhuga að koma hingað til
setningarinnar.
Við emm að vísu vön því, að ekki þyki það fréttnæmt, sem kirkjan sýslar með.
Undantekning þó, sé það á einhvern hátt frábmgðið venju með því að hið sérstaka
skerpir athygli. Þeir sem öðm gegna en fýrirsögnum og upphrópunum gera sér engu
að síður góða grein fyrir því, að kirkjan er á hveijum degi flestra stunda að stuðla að
því, að hér á landi okkar megi ríkja farsæld í sem flestra hjörtum og friður meðal fólks.
Við berjum yfirleitt ekki trumbur til að vekja athygli á því, sem kirkjan sýslar
með, en þó em sérstök tilefni, sem gera það nauðsynlegt að ná út yfir þann hring, sem
gerst fylgist með og ná athygli sem flestra.
Eitt af því, sem veitir möguleika til slíks, er kirkjuþing. Á næsta ári em liðin 35
ár frá því sett vom lög um kirkjuþing, eða 3. júní 1957, en almennt kjör til þingsins fór
fram sumarið eftir og fýrsta þingið kom síðan saman 18. október 1958. Annar
kirkjulegur aðili, sem hefur komið mikið við sögu er kirkjuráð og verður sextíu ára á
næsta ári, en kirkjuráð kom fyrst saman 11. október 1932. Næsta ár veitir þess vegna
góð tækifæri til þess að líta yfir farinn veg kirkjuþings og kirkjuráðs, og er reyndar
fyrir nokkm farið að huga að skráningu sögu þessara kirkjulegu forystustofnana í þeirra
von, að af útgáfu geti orðið á næsta ári, eða afmælisárinu sjálfu.
3