Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 10
✓
Avarp kirkjumálaráðherra
Þorsteins Pálssonar
Herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, biskupar
Mér þykir leitt að hafa ekki komiö því við vegna annarrar embættisskyldu að
vera við setningu kirkjuþings að þessu sinni. Lok samningsgerðar um efnahagssvæði
Evrópu og aðild íslands að því hlaut við svo búið að hafa nokkurn forgang.
Að sama skapi er það mér mikiö ánægjuefni að fá tækifæri til að ávarpa þingið
nú.
Þjóðkirkjan er einn af hornsteinum íslensks þjóðfélags. Sú staðreynd blasir þó
ekki alltaf við í daglegu lífi fólks, enda eru engir merkimiöar á þeim gildum, sem við
öll leggjum til grundvallar hversdagslegum viðfangsefnum. En það getur enginn ígrundað
strauma þjóðlífs og viðhorf einstakiinga í okkar heimshluta, án þess að gera sér grein
fyrir því hver undirstaða kristinn boðskapur er í sérhverju lýðræðisþjóðfélagi.
Virðing fyrir manninum, umburðarlyndi og kærleikur, er ekki aðeins góður og
gildur boðskapur. I þessum gildum mannlegra samskipta er fólgið þjóðfélagslegt
hreyfiafl. Eg hef áður vikið að þætti kirkjunnar í því að múrarnir hrundu í
alræðisríkjum handan hins ímyndaða járntjalds, sem skildi menn í sundur í austri og
vestri. Ahrif kirkjunnar í þessu tilliti voru ekki jafn mikil og raun ber vitni fyrir þá sök
eina að hún hafði innan sinna vébanda menn með snoturt hjartalag. Þar réðu lífsgildin
og siðferðiskrafturinn.
Nútíminn, með öllum sínum öru og stórkostlegu breytingum gerir það
mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hugað sé að þessari undirstöðu sem við sækjum
í kristna trú. Umrót fylgir örum breytingum, los og jafnvel rótleysi. A slíkum tímum er
einstaklingunum nauðsynlegt að eiga traust haldreipi. Það er því eðlilegt að trúarþörf
fari nú um stundir vaxandi.
Við því þarf að bregðast á ýmsa lund. Og það gerir íslenska þjóðkirkjan t.d. með
því að helga með sérstökum hætti áratuginn fram að aldamótum, og komandi eitt
þúsund ára kristnihátíð, safnaðaruppbvggin gu sem felur í sér átak til eflingar kristni og
markvissri boðun með ákveðinni þjónustu.
Kirkjan hefur einstaka möguleika til að ná til þeirra mannlegu innviða sem aðrir
hafa takmarkaða möguleika á að sinna.
Boðskap kirkjunnar, sem stendur utan og ofan við allt dægurþras, er beint að
hjörtum manna og þannig hefur kirkjan óbein áhrif til betri vegar á öllum sviðum.
Það sem gerir einstakling að betri kristnum manni gerir hann einnig að betri og
ábyrgari þjóðfélagsborgara. Og með forvamarstarfi af ýmsu tagi, sem svo er kallað, er
kirkjan að vinna mannbætandi starf, að gera fólk að betri mönnum.
7