Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 12
Allt þaö sem sagt var stendur enn óhaggaö. Óumdeilt er að þau mótmæli sem
ég og aörir höfðu í frammi, og hér hafa verið riQuð upp, höfðu áhrif í þágu kirkjunnar.
Frá skerðingu sóknargjalda var fallið og sá draugur endanlega kveðinn niður og verður
því ekki vakinn upp aftur.
Ég er enn þeirrar skoðunar að þjóðkirkjunni beri þeir íjármunir sem ríkið hefur
tekið að sér að innheimta fyrir hana. Ég er því ekki að vísa í yfirlit yfir nær óbreyttar
tekjur af sóknar- og kirkjugarðsgjöldum, þrátt fyrir skerðingu, til afsökunar á því
framhaldi 20% skerðingar framlags í kirkjugarðssjóð sem ákveðið hefur verið í
frumvarpi til íjárlaga fyrir árið 1992, og ég ber stjórnskipulega ábyrgð á.
Ég tel hins vegar nauðsynlegt að gera kirkjuþingi grein fyrir þeirri stöðu, sem
ný ríkisstjóm stóð frammi fyrir á miðju þessu ári við undirbúning fjárlaga fyrir næsta
ár.
Við þá fjárlagagerð, sem ég kom að í júníbyrjun voru fjárlög yfirstandandi árs
útgangspunktur eða viðmiðun. En hverju ráðuneyti voru síðan sett markmið um sparnað
frá útgjaldatillögum sínum. Þau gátu einnig brúað bilið með nýrri tekjuöflun í formi
þjónustugjalda.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var falið að ná sparnaði upp í 700 milljónir
króna. Skerðing kirkjugarðsgjalda á yfirstandandi ári bókfærist eins og hver önnur
tekjuöflun ríkissjóðs í bókhaldi fjármálaráðuneytis. Niðurfelling skerðingar hefði því
kallað á hækkun spamaðarmarkmiðs dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í 780 millj.
króna.
Ég stóð frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að þeim viðbótar niðurskurði varð
ekki að svo stöddu komið fram gagnvart öðrum málaflokkum ráðuneytisins á þeim tíma
sem var til ráðstöfunar.
Ég þykist einnig vita að óskir kirkjunnar hafa ekki staðið til þess. Ríkissjóður
hefur sannarlega tekið fé kirkjunnar ófrjálsri hendi. Vissulega hefði ég getað bætt
kirkjunni skaðann strax með því t.a.m. að klípa af sneið löggæslunnar eða
bj örgunarsveitar Landhelgisgæslunnar.
Sjálfum þótti mér það lítil bót á siðferðisvanda mínum, en vera má að ég hefði
orðið sáluhólpinn í augum einhverra kirkjunnar manna með því móti. En við
íjárlagagerð næsta árs verður þessi tekjustofn óskertur eins og ég skýrði biskupi fyrir
nokkru frá að í undirbúningi væri. Kirkjunnar menn vita að það er ekki alltaf hlaupið
að því að kveða niður drauga, sem vaktir hafa verið upp, en það verður eigi að síður
að því er þennan varðar gert við næstu fjárlagagerð, sem verður sú fyrsta sem þessi
ríkisstjórn vinnur að með fullum undirbúningstíma.
Sú niðurstaða að hrófla ekki við skerðingunni í frumvarpi til fjárlaga næsta árs,
hefur valdið beyg um áhrif stjómmála á þá sem þeim sinna. Ég vil ekki leggja dóm á
það almennt og síst að því er mig sjálfan varðar. En það að hér var hopað um sinn
vitnar ekki um breytta afstöðu mína til þeirrar grundvallarspurningar sem hér er uppi,
9