Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 14
Mín tillaga er sú aö aðilar hefji fljótlega undirbúning að skipan viðræðunefnda,
er fengju það verkefni að semja um framgang þessara mála. Nefndirnar gætu síðan
kallað til sérfærðinga sér til aðstoðar eftir því sem þörf krefur. Fyrirkomulag
samninganna þarf auðvitað að ræðast frekar, en lykilatriðið er, að þessu starfi sé haldið
vel áfram og að niðurstaða fáist innan tveggja til þriggja ára.
Ég vil að lokum víkja máh mínu að því höfuðbóli kirkjunnar sem sannarlega er
eign þjóðkirkjunnar, Skálholtsstað. Fyrir frumkvæði og að beiðni biskups skipaði ég
nefnd undir formennsku Láru Margrétar Ragnarsdóttur, alþingismanns, sem gera á
tillögur um skipulags- og byggingarmál Skálholtsstaðar, framtíð skólahalds þar,
landnýtingu og fleira.
Þrátt fyrir þrengingar við ijárlagagerð er í frumvarpi til fjárlaga gert ráð fyrir 13
milljónum króna til sérstakra verkefna í Skálholti og er það algjör undantekning frá
þeirri niðurskurðarreglu sem kirkjuþingsmönnum er vel kunn. Er það von mín að þetta
starf leggi grunn að því að Skálholtsstaður geti áfram skipað þann verðuga sess sem
hann gerir, með þjóðkirkjunni og þjóðinni allri.
Brýnt er að vígslubiskup setjist að í Skálholti í samræmi við stefnumörkun þar
að lútandi. En það er kirkjunnar mál að kveða síðan á um verkefnin. Æskilegt er að
skólahald í Skálholti færist nær kirkjulegu starfi og kemur í því sambandi til áhta að
mínu mati að guðfræðideild Háskólans komi þar við sögu á nánar afmörkuðum sviðum.
Það er metnaðarmál að viðhalda reisn Skálholtsstaðar, en auk fræðslustarfs er þar
kjörin aðstaða til kirkjulegrar safna- og menningarstarfsemi.
Kirkjuþing sem er samráðsvettvangur leikra og lærðra og stefnumótandi um starf
kirkjunnar er umsagnaraðili um málefni á sviði löggjafavaldsins. Fyrir þessu þingi liggja
4 lagafrumvörp til umfjöllunar: frv. til laga um breytingu á lögum um veitingu
prestakalla, frv. til laga um kosningu biskupa, breytingar á lögum um sóknarkirkjur og
kirkjubyggingar og breytingar á lögum um kirkjuþing og kirkjuráð. Ég vænti þess að
geta átt gott samstarf við kirkjuna um þessi málefni og þau önnur viðfangsefni, sem ég
hef í þessum fáu orðum vikið lítið eitt að. Um leið óska ég kirkjuþingi velfarnaðar og
blessunar í störfum.
11