Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 17
Auk kjörinna fulltrúa eiga lögum samkvæmt sæti á kirkjuþingi biskup, sem er forseti
þess, kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans, sem, var Anna Guðrún Bjömsdóttir,
deildarstjóri og með málfrelsi og tillögurétt, vígslubiskupamir sr. Bolli Gústavsson og
sr. Jónas Gíslason.
Hver þingfundur hófst með helgistund, sem biskup annaðist. Þingfundir urðu alls 14.
Fundir í allsheijamefnd 6, í íjárhagsnefnd 4, löggjafarnefnd 9, þingfararkaupsnefnd 1.
Kirkjuþingsmenn og aðrir gestir ásamt mökum þáðu boð ráðherrahjónanna, frú
Ingibjargar Rafnar og Þorsteins Pálssonar svo og biskupshjónanna frú Ebbu
Sigurðardóttur og herra Ólafs Skúlasonar meðan á þingi stóð.
Síðasta dag þingsins buðu hjónin, Gyða Jónsdóttir og Ottó A. Michelsen
kirkjuþingsmönnum og öðrum til kaffiveitinga í safnaðarheimili Bústaðakirkju.
Fyrir þingið voru lögð 35 mál, kirkjuráð lagði fram 10 og þingmenn 12 þá var
samkvæmt þingsköpum fyrirspurnartími.
Öll hlutu málin þingræðislega afgreiðslu. Þau fara hér á eftir eins og þingið afgreiddi
þau.
A síðasta fundi kirkjuþings flutti biskup þinglausnarræðu sína, sem er birt í lok þessarar
kirkjuþingsgjörðar.
Utan dagskrár:
Sr. Þorleifur Kj. Kristmundsson gerir athugasemd við 19. mál í Gerðum kirkjuþings
1990 þar sem sagt er frá því að sr. Þórhallur Höskuldsson hafi gert grein fyrir atkvæði
sínu. Það var aldrei gert, enda ætlaði hann að gera það að lokinni atkvæðagreiðslu, en
fékk ekki.
Sr. Þorleifur óskar eftir bókun þess efnis, að kafli þessi verði strikaður út úr Gerðum
kirkjuþings ofangreint ár, enda var þetta aldrei fært til bókar.
Sr. Þórhallur samþykkti þessa málsmeðferð, þar sem það hafði aldrei verið ætlunin, að
þetta yrði bókað eða kæmi í Gerðum kirkjuþings.
Samþykkt samhljóða.
14