Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 21
tillögur um sálmastarf kirkjunnar á næstu árum. Séu skýrslur reglulega lagðar fram
fyrir biskup, kirkjuráð og kirkjuþing og aðrar þær kirkjulegu stofnanir, sem málið
snertir, s.s. prestastefnu og leikmannastefnu. Þá ber einnig að leggja sérstaka áherslu
á sálma fyrir börn.
Nefndin, sem nú skilar af sér og hefur starfað undir forystu séra Jóns Helga
Þórarinssonar hefur unnið einstaklega gott og þarft verk og verðskuldar þakklæti og lof.
S AFN AÐ ARUPPB Y GGIN G
Unnið hefur verið í samræmi við það, sem skýrt var frá í greinargerð til síðasta
kirkjuþings. Verkefnastjórinn hefur ferðast vítt um land, mætt á héraðsfundum og
öðrum mótum og skipulagt starfshópa, og eru nú á annað hundrað manns í þessum
starfshópum, sem lofa miklu um aukið starf með ríkulegri skilningi á söfnuði og kirkju.
Hefur mikill áhugi verið á þessari viðleitni til að efla enn frekar safnaðarstarfið í
samhljóðan við samþykktir um áherslu þessa áratugar fram til aldamóta. Þá hefur verið
gefið út sérstakt fréttabréf, sem fylgir skýislunni sem önnur fylgiskjöl.
STARFSMANNAHANDBÓKIN
Kirlquráð réði séra Guðmund Guðmundsson til þess að rita starfsmannahandbók
kirkjunnar, en ítrekaðar höfðu verið á kirkjuþingi samþykktir um nauðsyn þess máls.
Til að vinna með séra Guðmundi voru fengnir séra Bemharður Guðmundsson, séra Jón
Einarsson og séra Þorbjöm Hlynur Árnason. Þetta reyndist miklu meira og tímafrekara
verk en gert hafði verið ráð fyrir. Er nú lögð fyrir kirkjuþing greinargerð höfundar og
vandað efnisyfirlit, þar sem ítarlega er ijallað um hina einstöku þætti verksins og
niðurskipun efnis. (Sjá fylgiskjöl).
KRISTNIAFMÆLIÐ
Unnið er að þýðingu Gamla testamentisins og lokið hefur verið við þýðingu
hinna Apókrýfu rita. Er á ijárlögum stuðningur við þýðingarverkið og nemur tveimur
launum prófessora. Ljóst er, að slíkt dugar ekki, ef takast á að standa við áætlanir um
útgáfu árið 2000. Biblíufélagið leggur fram fé úr sjóðum sínum sem nemur einum
launum háskólakennara. Og launar að auki nýjan framkvæmdastjóra sinn, sem hefur
umsjón með verkinu öllu og vinnur að því fyrir hönd félagsins og biskups. Tók séra
Sigurður Pálsson við framkvæmdastjórastörfum HÍB hinn 1. október, en Hermann
Þorsteinsson, sem verið hefur ólaunaður framkvæmdastjóri lætur af störfum. Varð
Hermann sjötugur í þessum mánuði og hefur unnið Biblíufélaginu og kirkjunni allri af
fádæma drengskap og mikilli fómfysi og sat um hríð á kirkjuþingi. Er séra Sigurði
fagnað, um leið og Hermanni eru fluttar miklar þakkir fyrir verk sín og trúmennsku.
(Sjá fylgiskjöl)
Einnig er unnið að undirbúningi að ritun Kristnisögunnar, svo sem Alþingi
samþykkti. Er gert ráð fyrir að kostnaður við það verk muni nema 30 milljónum
króna.
18