Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 29
Veröi gerð breyting á lögum um Skálholtsskóla hafi hlutaðeigandi ráðherrar og
Alþingi fullt samráð við biskup íslands, vígslubiskup í Skálholti og kirkjuráð.
3. Þingið telur fyllilega koma til greina, að fella úr gildi stofnskrá
sjálfseignarstofnunarinnar Skálholtsskóli, þannig að málefni skólans falli beint
undir Þjóðkirkjuna, og þar með í heiðri höfð sú sjálfsagða regla, að saman fari
fjárforræði og ábyrgð á framkvæmdum og rekstri.
Endurskoðuð verði ákvæði um skipun skólanefndar með tilliti til hugsanlega
breyttrar starfsemi.
4. Þingið fagnar því, sem áunnist hefur í Skálholti, væntir þess að skipulagsmál
staðarins hamli ekki framkvæmdum.
Þingið lýsir ánægju sinni með að senn er lokið skráningu hins dýrmæta bókasafns
en minnir á, að skráning nýrra bóka sem safninu kunna að berast, má ekki
dragast úr hömlu.
Þingið telur að breytt starfssemi Skálholtsskóla á undanförnum misserum hafi
tekist vel og færir fráfarandi rektorshjónum þakkir fyrir ötult starf í þágu skólans.
Þingið væntir hins besta af störfum ráðherraskipaðrar nefndar, sem gera skal
tillögur um framtíðarstarfsemi í Skálholti, og að þær leiði til einlægs samstarfs
ríkisvalds og kirkju að því er lýtur virðingu og reisn hins forna biskupssetur.
Greinargerð.
Með tilvísan til skýrslu biskups og kirkjuráðs má ljóst vera, að framundan eru þáttaskil
í sögu Skálholtsstaðar.
Senn eru liðnar tvær aldir frá því að biskup sat staðinn. Samkvæmt lögum skal
vígslubiskup í Skálholtsstifti sitja í Skálholti.
Fyrirsjáanlegt er, að formlegar breytingar verði gerðar á starfsemi Skálholtsskóla
sem sjálfseignarstofnunar.
Ljóst er því, að vaxandi reisn Skálholtsstaðar og umsvif þar krefjast aukins
fjármagns og markvissari yfirstjómar á staðnum í umboði biskups íslands og kirkjuráðs,
eftir því sem við á, þegar til lengri tíma er litið.
Með áliti nefndarinnar fylgdi og ályktun um málefni Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla.
Við aðra umræðu lýsti dr. Gunnar Kristjánsson því yfir, að hann gæti ekki samþykkt
fyrri hluta álitsgerðar nefndarinnar um safnaðaruppbyggingu og vísaði til greinargerðar
sinnar með 4. máli kirkjuþings 1988.
Að öðru leyti var nefndarálitið samþykkt samhljóða.
26