Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 37
skólans í ljósi aðstæðna. Lögin um Skálholtsskóla voru fyrstu lög
um fullorðinsfræðslu, sem sett voru á Islandi.
Önnur og þriðja grein laganna um Skálholtsskóla eru svo:
2. gr. Skálholtsskóli starfar í anda norrænna lýðháskóla. Markmið
hans er að stuðla að aukinni almennri menntun og þroska nemenda
sinna og dýpka skilning þeirra á félags- og menningarlifi
samtíðarinnar. Skólinn vinnur að varðveislu þjóðlegrar
menningararfleifðar íslendinga. Skólinn starfar á grundvelli
krisinnar kirkju.
3. gr. Arlegur starfstími skólans er níu mánuðir. Heimilt er að
skipta starfstímanum í námskeið. Hluti skólastarfs getur farið
fram að sumri.
Önnur grein, sem er markmiðs- og kjarnagrein laganna kveður
á um, að skólinn skuli starfa í anda norrænna lýðháskóla. Hefð
þeirra er mannræktar- og gildahefð. Því er næsta eðlilegt, að
önnur greinin slái föstu, að skólanum er ætlað að stuðla að
almennri menntun og þroska nemenda sinna og dýpa skilning á
félags- og menningarlífi samtíðarinnar. Þá er kveðið á um, að
skólinn vinni að varðveislu þjóðlegrar menningararfleifðar
Islendinga og starfi á grundvelli kristinnar kirkju. Þessi grein
hefur legið til grundvallar endurskoðun-og nýrri skólastefnu.
Aðrar greinar laganna eru undir markmiðsgreinina settar og
eru í raun útfærslur og nánari ákvarðanir. Ljóst er af þriðju
grein, að skipta má starfi skólans í námskeið eða skemmri
einingar. I fjórðu grein eru skiptingar í skólastarfi; almenn
deild, valfrjálsar deildir og sjálfsnám og rannsóknarstörf.
Kveðið er á um aldur nemenda í fimmtu grein, en þar sem lögin eru
sveigjanleg er gert ráð fyrir að aldurstakmark megi setja neðar
ef skólanefnd sýnist svo.
Þá er kveðið á um stjórn skólans og rekstur í sjöttu til
áttundu greinar.
Starfsháttabreytingar
Löngum hefur verið haft á orði meðal lýðháskólamanna að
lýðháskóli, sem ekki væri lagaður að þörfum í samtíð sinni, væri
ekki trúr köllun sinni. I anda þessa breytast lýðháskólar á
Norðurlöndum. Margir lýðháskólar hafa mjög aukið námskeiða- og
ráðstefnuhald og meðal þeirra skólar, sem tengdir hafa verið
kirkjum. Nefna má Larkullaskólann í Finnlandi og ýmsa sænska
skóla. Þá eru ýmsar stofnanir sem sinna sérverkefnum, t.d.
Norræna Lýðháskóaakademían í Kungá'lv og síðar Gautaborg, sem
hefur aðeins námskeið á sínum snærum. Almennt er námsframboð
lýðháskóla á Norðurlöndum að færast í farveg skemmri námstilboða
í ljósi breyttra áherslna og þarfa varðandi fullorðinsfræðslu og
símenntun. I anda þessa var hafist handa við endurskoðun á
rekstri Skálholtsskóla. Markmið var ekki að fella niður starf
lýðháskóla heldur efla.
Alþingi setti lög um fjölbrautarskóla, sem tóku botn úr
starfi almennrar deildar og valfrjálsra deilda Skálholtsskóla.
Þriðja grein Skálholtsskólalaga heimilar námskeiðahald.
Markmiðsgreinin kveður á um, að skólinn skuli starfa í anda
norrænna lýðháskóla. Mörgum þeim, sem að skólanum hafa staðið,
hefur sýnst að Ská1ho1tsskó1i hljóti að taka mið af þróun
lýðháskóla erlendis í anda lagaheimildar sem og hins, að þróun og
breyting hefur orðið á framhaldsskólum á íslandi.
Lýðháskólahugsjónin er ekki bundin við heimavistarform heldur við
34