Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 40
Þrettándaakademía 5.-7.1. 24.
Trúfræðsla ungmenna, fermingarfræðsla. Seltjarnarnes 11.-12.3.
64. Borgfirðingar. 26.-29.2. 142, Skaftfellingar 14.-16. 3. 39.
Siðfræði hins opinbera lífs, 18.-19.1. 22.
Leiðtoganámskeið ÆSKR, 11.-13.1. 45.
Skógræktarnámskeið, 16.-18.1. 19.
Ten Sing, 1.-3.2. 37.
ÆSKR námskeið, 8.-10. 2. 184. (102 í Sk.)
Ten Sing, 15.-17.2. 24.
Skólastjóraþing, 22.-23.2. 30
Kórabúðir, (Laugarneskirkja) 23.-24.2.
Mensa: Málþing, tónleikar, 24.2. 55
Kórabúðir: Mótettukór, 2.-3.3. 34.
Kórabúðir: Kirkjukórar uppsv. Arn. 9.3. 20.
Mensa, fundur 12.3. 8.
Aðalf. sóknarn. Skálh. 20.3. 33.
Kvenfél. 22.3. 22.
Kyrrðardagar, 27.-30.3. 44.
Páskagleði 30.3.-1.4. 54.
Að verða prestur, 5.-7.4. 16.
Æskul. námsk. Langholt, 10.-11.4 28.
Tónlistarbúðir, blásarsveit, 12.-13.4. 18.
Bændanámskeið, 17.-18.4. 31.
Leiðbeinendan. sorg og sorgarviðbrögð, 19.20.4. 13.
Handavinnuleiðbeinendur, 20.-21.4. 39.
Fráskildir (heimsókn, fararblessun) 21. 4. 45.
Safnaðarefling, 26.-27.4. ca. 25.
Sólheimaráðstefna, 27.-28.4. 35.
Hjónanámskeið 2.-3.5. 20
Námskeið fyrir formenn skóknarnefnda 8.-9.5. 35.
Kyrrðardagar um hvítasunnu. 17.-20.5. 20
Skólanefndarfundur, 24.5. (kirkjuráðsheimsókn ) .
Niðurlag
Það er mat mitt og skólanefndar Skálholtsskóla og skólaráðs,
að tilraun með breytta starfshætti skólans hafi tekist. Aukning
á þátttöku er umtalsverð milli ára. Það er mat okkar að hámarki í
starfi sé náð miðað við fjölda starfsmanna sem og aðstöðu og er
þá átt við heimavistargistirými og skort á húsnæði fyrir
starfsmenn. Ef efla á Skálholtsskóla verður ekki komist hjá, að
fjölga starfsmönnum skólans, byggja húsnæði fyrir þá og bæta við
gistirými skólans.
Þegar breytt var um starfshætti, var lögð á það áhersla af
rektors hálfu, að efla þjónustu við þjóðkirkjuna. Næsta skref var
átak í menningarmálum. Stofnun Menningarsamtaka Sunnlendinga,
MENSA, var liður í þeirri áætlun. Eiga samtökin heimili í
Skálholti og þjónar skólinn samtökunum. Fyrsti formaður
samtakanna var starfsmaður skólans, sr. Hanna María Pétusdóttir,
n ú v . þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Rektor skólans á seturétt á
stjórnarfundum. Með starfi MENSA munu margir Sunnlendingar eiga
fleiri erindi í Skálholt og Skálholtsskóla en ella hefði verið.
Skólinn hefur því eignast fleiri snertifleti við granna sína.
Umfram Mensa-starfið er á dagskrá að efna til málþinga og
námsstefna um menningararf Islendinga og samtíðarmál. Eru slík
málþing dýr og krefjast mikillar vinnu. Hefur því ekki orðið af
eins mörgum og æskilegt hefði verið, því skólinn hefur verið
37