Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 41
fjárvana. Ef stefnt verður að málþingum um menningarmál í framtíð
er ástæða til að huga sérstaklega að fjármögnun og
samstarfsaðilum.
Breytingar eru að verða á heimavistarskólahaldi í landinu.
Verið getur, að skólinn eigi nýja og betri möguleika til reksturs
heimavistardeildar þegar fram líða stundir. Alla vega er ljóst,
að skólinn á talsverða möguleika í rekstri almennrar
lýðháskóladeildar með þátttöku Norðurlandabúa. Nær tvö hundruð
útlendingar leita upplýsinga eða skólavistar í Skálholtsskóla ár
hvert. Virðist mér, að ástæða sé til að gaumgæfa mikilvægi þess,
að íslendingar reki heimavistardeild fyrir útlendinga með áherslu
á kynningu á íslenskri menningu. Rætt hefur verið um að
Skálholtsskóli verði í samfloti með skólum á hinum Norðurlöndum
og nemendaskipti verði.
I annan stað má auka mjög þjónustu við kirkjuna með
margvíslegu námskeiða- og skólahaldi. Efla þarf þjónustu skólans
og staðarins við íslenskt menningarlíf, sem gera má með eigin
ráðstefnum og námsstefnum og í samvinnu við ýmsar stofnanir. Þá
er ástæða til að huga að kirkjulist ýmis konar, myndlist og
tónlist.
Kyrrðardagar hafa sannað gildi sitt og eru margar hugmyndir
á lofti um frekara þróunarstarf. Nokkrir stjórnendur
framhaldsskóla hafa áhuga á að Skálholtsskóli gangist fyrir
persónustyrkingarnámskeiðum fyrir framhaldsskólanemendur. Hefur
málið verið rætt við starfsmenn Námsráðgjafardeildar Háskóla
Islands, sem sýnt hafa mikinn áhuga. Stjórnunarfélag Islands vill
nýta þjónustu skólans við kyrrðardagahald í tengslum við
stjórnunarnámskeið. Þá hefur verið tekið upp samband við
ellimálaskrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og rætt um
samstarfsverkefni: Að eldast. Háskólaráð hefur lýst yfir áhuga á
samstarfi við Skálholtsskóla við námskeiðahald og aðstöðu fyrir
háskólakennara og eru margir kostir mögulegir. Möguleikar í
endurskoðun starfs skólans eru fjölmargir.
Mikill fjöldi fólks hefur komið í Skálholtsskóla síðustu
þrjú ár og hefur skynjað möguleika á starfi sem staðurinn og
húsakynni skólans gefa. En kanski hefur mestu skipt, og á það
hefur verið lögð áhersla í starfi okkar þessi síðustu ár, að
skólinn sé stórt heimili. Starfslið allt hefur verið samstillt í
að reyna að mæta hverjum einstaklingi og hóp með hlýju og gleði.
Margir munu verða til að vitna um þennan heimilisbrag. Sökum hans
á skólinn stóran hóp vina. Starfsandinn hefur verið einstakur
þessi síðustu ár og að þrautþjálfuðum starfsmönnum verður að
huga, þegar skoðaðar eru breytingar. Tveir starfsmenn eru á förum
og fari fleiri er hætt við, að talsverðan tíma taki að þjálfa upp
nýtt fólk, sem jafnframt kemur niður á starfi skólans um skeið.
Tími er kominn til að endurskoða lög um Skálholtsskóla. Móta
þarf skólastefnu í framhaldi af því, sem best hefur gefist liðin
ár. Afla þarf samstillingar allra aðila, sem að skólanum standa.
Ef skólastefna og starf nýtur ekki fulls stuðnings stjórnvalda og
kirkjustjórnar verða vandkvæði við fjármögnun. Byggja verður
seinni áfanga heimavistarbyggingar Skálholtsskóla. Ef það verður
ekki gert mun skólinn verða í kverkataki aðstöðuleysis. Þá verður
og að auka mjög við aðstöðu starfsmanna skólans, reisa hús fyrir
þá, til að sá hópur stækki sem axlað getur byrðar. Síðustu ár
hafa verið starfstími landnema og nýjunga. Því hafa starfsmenn
verið reiðubúnir að vinna langt umfram skyldu. Við svo verður
38