Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 51
Gengið er út frá því að sóknin sé grunneining kirkjunnar, sem allt annað
kirkjustarf byggir á.
1.1.2. Safnaðarfundir og sóknarnefnd
Fjallað er um safnaðarfundi og sóknarnefnd jafnhliða. Þessar grunnstofnanir
sóknarinnar eru skilgreindar samkvæmt lögum nr. 25/1985 og lýðræðislegu
fyrirkomulagi þeirra lýst, þar sem aðalsafnaðarfundur og safnaðarfundir fara með
æðsta ákvörðunarvald sóknanna, en sóknamefnd með framkvæmdavaldið. Skipurit
safnaðarfundar og sóknamefndar era sett hlið við hlið og talin upp verkefni þeirra
með tilvísun í lög. Janframt eru dregnar upp boðleiðir í skipuritunum og greint frá
þeim í texta. Viðfangsefni safnaðarfundar og sóknarnefndar falla saman og eru
flokkuð á eftirfarandi hátt: Sóknarmenn, starfsme'nn, starfsemi sóknar, eignir,
kirkjugarðar og grafreitir, íjármál.
1.1.3. Sóknarprestur
Færð eru söguleg rök fyrir því að sóknarprestur sé leiðtogi safnaðarins.
Samkvæmt lútherskum sið gegnir sóknarprestur hirðisþjónustu í söfnuði sínum,
ásamt prédikunarhlutverkinu. Til glöggvunar um leiðtogahlutvek sóknarprests í
söfnuðinum er vígslan skoðuð, víglsuheit og vígslubréf. Réttindi og skyldur
sóknarprestsins eru dregin upp í samræmi við það. Þá er skoðuð staða
sóknarprestsins sem forstöðumanns safnaðar samkvæmt lögum um trúfélög nr.
18/1975 og vísað til ítarlegri umfjöllunar um skyldur presta samkvæmt íslenskum
kirkjurétti í þriðja hluta „Starfsmannahandbókar“. Vitnað er í Ágsborgarjátninguna
þar sem fjallað er um embættið og forustuhlutverk sóknarprestsins varðandi
helgihaldið.
1.2. PRÓFASTSDÆMI
1.2.1. Héraðsfundur og héraðsnefnd
Fjallað er um héraðsfund og héraðsnefnd jafnhliða. Stofnanimar em skilgreindar
samkvæmt lögum nr. 25/1985, gerð er grein fyrir setu og kosningarétti á héraðsfundi.
Skipurit em sett upp hlið við hlið um héraðsfund og héraðsnefnd, tilgreind verkefni
samkvæmt lögum og vísað í þau. Fjallað er um viðfangsefni héraðsfundar og
héraðsnefndar undir eftirfarandi atriðisorðum: Sóknir, sameiginleg mál, starfsmenn,
héraðssjóður.
48