Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 52
1.2.2. Prófastur
Þessi undirkafli byggir á lögum um starfsmenn þjóðkirkju Islands nr. 62/1990 og
erindisbréfi prófasta sem er birt í heild. Skipurit dregur upp verkefni samkvæmt
lögum og vísar til þeirra. Greint er frá stöðu prófasts, ábyrgð og skyldum. Fjallað er
um viðfangsefni prófasts undir eftirfarandi atriðisorðum: Yfirstjóm, prófastsdæmi
(störf héraðsnefndar og verkefni á vegum prófastsdæmisins), starfsmenn,
embættisfærslur og skil á skýrslum og reikningum, starfsemi sókna, eignir sókna,
grafreitir og kirkjugarðar, prestssetur, héraðssjóður, fjármál prófastsdæmisins og
sókna í prófastsdæminu.
1.3. YFIRSTJÓRN- KIRKJUPING OG KIRKJURÁÐ
1.3.1. Kirkjuþing
Þessi kafli byggir á lögum um kirkjuþing og kirkjuráð nr. 48/1982. Fyrst er fjallað
um kirkjuþing, skilgreiningu þess eftir lögunum, um kosningar og þingsköp. í skipuriti
eru tilgreind verkefni þingsins samkvæmt lögum og vísað til þeirra. Auk þess dregur
skipuritið fram stöðu þingsins gagnvart öðrum stofnunum og embættum.
Viðfangsefni þingsins eru flokkuð eftir fastanefndum þess, löggjafarnefnd,
allsheijamefnd og Qárhagsnefnd.
1.3.2. Kirkjuráð
Á sama hátt er fjallað um kirkjuráð. Fyrst er hlutverk þess skilgreint sem
framkvæmdanefndar kirkjuþings og gerð grein fyrir öðrum verkefnum þess
samkvæmt lögum. Vísað er til lagaákvæða. Greint er frá kosningum til kirkjuráðs.
Fjallað er um viðfangsefni kirkjuráðs undir eftirtöldum atriðisorðum: Yfirstjóm,
sameiginleg mál þjóðkirkjunnar, kirkjuþing, Skálholtsstaður og Skálholtsskóli,
fjárlög, fjármál og sjóðir.
1.4. YFIRSTJÓRN - BISKUPSEMBÆTTIÐ
1.4.1. Biskup íslands
Sögulegur inngangur um biskupsembættið kemur fyrst þar sem fjallað er um
hlutverk biskups og þróun löggjafar um biskup hér á landi. Erindisbréf biskups frá 1.
júní 1746 nefnt þar sem það er ekki að fullu fellt úr gildi. Umfjöllunin byggir á lögum
um starfsmenn þjóðkirkju íslands nr. 62/1990. Verksvið biskups er dregið upp í
stómm dráttum samkvæmt lögum, reglugerðum og hefð.
49