Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 62
Erindisbréf fyrir vígslubiskupa
ísland er eitt biskupsdæmi og fer biskup með yfirumsjón málefna kirkjunnar í
samráði við kirkjuráð, kirkjuþing og prestastefnu, eftir því sem kveðið er á um
í lögum.
Vígslubiskupar sitja á Hólum og í Skálholti og þjóna hinum fomu
biskupsdæmum eins og kveðið er á um í 44. gr. laga um skipan prestakalia og
prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkjunnar, sem erindisbréf þetta byggir á.
Hin fomu biskupsdæmi verða hér eftir nefnd stifti.
Vígslubiskupar koma fram í nafni stólanna og stiftanna, eftir því sem umboö
þeirra leyfir og með tilliti til annarra aðila og umboðs þeirra.
Vígslubiskupar annast prestsþjónustu í prestaköllum stólanna eins og nánar er
kveðið á um í lögum. (Sjá þó bráðabirgðaákvæði um prestsþjónustu í
Skálholtsstifti).
Vígslubiskupar sitja kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétti.
Vígslubiskupar eiga sæti á prófastafundi.
Biskup heldur fundi með vígslubiskupum til umræðna um málefni
þjóðkirkjunnar og hefur samráð við þá skv. lögunum frá 1990.
Vígslubiskupar hafa tilsjón með kristnihaldi hvor í sínu stifti. Þeir eru biskupi til
aðstoðar um kirkjuleg málefni og sinna þeim verkefnum, sem hann felur þeim:
a. Þeir vígja presta og kirkjur að boði biskups.
b. Þeir vísitera, þegar biskup felur þeim þá þjónustu.
c. Þeir sækja kirkjuafmæli eftir óskum biskups, presta eða safnaða.
d. Þeir heimsækja söfnuði og eru prestum og sóknamefndum til aðstoðar og
leiðbeiningar.
e. Þeir boða í samráði við viðkomandi prófasta presta til fundar og
skipuleggja námsstefnur, kyrrðardaga og annað það, sem styrkir presta í
starfi.
f. Þeir undirbúa árlegar hátíðir, Hólahátíð og Skálholtshátíð í samráði við
biskup og kveðja nefndir til starfa eftir því, sem þurfa þykir.
Við langa Qarveru biskups eða veikindi felur hann öðrum hvorum
vígslubiskupanna að gegna embætti sínu.
Falli biskup frá, tekur sá vígslubiskup, sem eldri er að biskupsvígslu, við embætti
hans, þar til nýr biskup hefur verið kjörinn.