Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 95
III. kafli.
Gildistaka, stjórnvaldsreglur og brottfallin lög.
19. gr.
Kirkjumálaráðherra getur að fengnum tillögum biskups, kirkjuþings og kirkjuráðs, sett
reglugerð um framkvæmd laga þessara.
20. gr.
Lög þessi taka gildi. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 48/1982.
GREINARGERÐ
Kirkjuþing 1990 fól kirkjuráði að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða
lög um kirkjuþing og kirkjuráð nr. 48/1982 og leggja tillögur sínar fyrir kirkjuþing 1991.
Hinn 15. nóvember 1990 skipaði kirkjuráð eftirtalda kirkjuþingsmenn í nefndina:
sr. Jón Einarsson, sr. Jón Bjarman og Jóhann Björnsson. Séra Jóni Einarssyni var falið
að vera formaður nefndarinnar. Ragnhildur Benekiktsdóttir, skrifstofustjóri á
Biskupsstofu, starfaði með nefndinni. Nefndin lauk störfum 16. apríl 1991 og skilaði þá
tillögu að frumvarpi tl biskups og kirkjuráðs.
*
I greinargerð með tillögunni, sem kirkjuþing 1990 afgreiddi, svo og í nefndaráliti
löggjafarnefndar og umræðum á þinginu var mjög eindregið bent á galla núverandi
kosningafyrirkomulags og talin þörf a að taka þau ákvæði laganna til sérstakrar
endurskoðunar, jafnvel gjörbreyta núverandi fyrirkomulagi. Þessar ábendingar hafði
nefndin að leiðarljósi í starfi sínu og leggur til, að gjörbylting verði gerð á
kosningafyrirkomulagi til kirkjuþings. Lagt er til að í hverju kjördæmi verði sérstök
kjörstjórn sem semji kjörskrá, sjái um framkæmd kosningar, gefi út kjörbréf og úrskurði
kærur. I tillögum sínum hefur nefndin meðal annars haft hliðsjón af ákvæðum
sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 um "óbundnar kosningar."
Tillögur nefndarinnar taka fyrst og fremst til breytinga á kosningafyrirkomulagi,
en tillögur um aðrar breytingar eru smávægilegar, Það er von nefndarinnar, að með
þeirri skipan, sem hér er lögð til, verði kosningar til kirkjuþings almennari og skilvirkari
og að draga megi úr þeirri deyfð og þátttökuleysi, sem oft hefur einkennt kosningar til
kirkjuþings, meðal annars árið 1990.
Til nánari skýringa verður nú fjallað nánar um einstakar greinar frumvarpsins.
1. gr.
Ekki er lögð til nein breyting á þessari grein frá gildandi lögum.
92