Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 96
2. gr.
Gert er ráö fyrir því, að á kirkjuþingi eigi sæti 20 kjörnir þingfulltrúar, en veröi
nú kjörnir í níu kjördæmum sbr. 3.gr. Til álita kom að fjölga kjörnum fulltrúum um
2-4, en að því var ekki horfið. Einnig kom til álita að fella niður ákvæði um, að
guðfræðingar, sem vinna að sérstökum verkefnum í þágu þjóðkirkjunnar eigi sérstakan
fulltrúa á kirkjuþingi, svo sem verið hefur í lögum frá 1982.
3. gr.
Lagt er til, að Reykjavíkurprófastsdæmin verði hvort um sig sérstakt kjördæmi
og að kjördæmin verði níu í stað átta. Hér er um sjálfsagða breytingu að ræða vegna
breytinga, sem urðu á skipan prófastsdæma með lögum nr. 62/1900.
4. gr.
Greinin fjallar um það, hve marga fulltrúa skuli kjósa í hverju kjördæmi. Á því
verða þær breytingar, sem leiða af fjölgun kjördæma samkv. 3. gr.
í 3. tl. er lögð til sú breyting, að fastráðnir starfsmenn Biskupsstofu, en ekki
aðeins biskupsritari, hafi kosningarétt, enda séu þeir guðfræðingar. Einnig er nú lagt
til, að forstöðumaður Löngumýrar hafi kosningarétt með sama skilorði.
5. gr.
í greininni er ekki önnur breyting en leiðir af breytingum kjördæma samkv. 3.
gr-
6. gr.
Hér er lögð til sú gjörtæka breyting, að sérstök kjörstjórn verði í hverju
kjördæmi, en ekki ein kjörstjórn fyrir landið allt. Greinin tekur einnig til þess, hvernig
kosið skuli í kjörstjórn.
7. gr.
Greinin fjallar um kjörskrár og að þær skuli liggja frammi í hverju prófastsdæmi,
en ekki aðeins á Biskupsstofu svo sem venja hefur verið.
8. gr.
I þessari grein eru ýtarleg ákvæði um það, hvenær kosningar skuli fara fram,
hvernig kjörseðlar skuli vera og hvernig atkvæðagreiðslu skuli háttað. Lagt er til, að
sérstakur kjörfundur verði haldinn í hverju kjördæmi og að heimilt sé að skipta
kjördæmi í kjördeildir, enda hlyti svo að vera, þar sem fleiri en eitt prófastsdæmi er
í kjördæmi. Hér eru um gjörtæka breytingu að ræða frá því fyrirkomulagi, sem nú er.
93